Nú eru skólar landsins hafnir og allt íþrótta- og tómstundastarf komið á fullt. Þá er gott að geta sent börnin með gott og hollt nesti með sér í skólann og/eða frístundastarfið. Hjördís Dögg Grímarsdóttir matarbloggari sem heldur úti uppskriftasíðunni Mömmur er sniðugri enn flestir þegar kemur að því að útbúa nesti sem hittir í mark. Hjördís útbjó þessar æðislegu grísku pítur, sem smellpassa í nestisboxið. Þær eru svo girnilegar og stærðin fullkomin, ekki of stórar og hægt er að leika sér með hvað er sett í þær. Upplagt að útbúa pítu fyrir barnið með því sem því þykir gott. Hvað er betra en nýbakað pítubrauð fyllt með því sem þér þykir allra best? Þetta er líka fullorðinsnesti sem upplagt er að taka með sér í vinnuna.
Hjördís deildi þessu frábærar myndbandi á Instagram-reikningi sínum með góðum leiðbeiningum fyrir baksturinn á pítubrauðinu og samsetningu.
Grísk píta
- 4 dl volgt vatn
- 4 tsk. þurrger
- 2 msk. olía
- ½ tsk. salt
- 2 tsk. Dan Sukker sykur
- 9 dl hveiti
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn í 220°C-250°C.
- Leysið gerið upp í vatninu og olíu og sykri er blandað saman við.
- Blandið hveiti og salti smátt og smátt saman við.
- Hnoðið deigið og látið lyfta sér á hlýjum stað í um það bil 10-20 mínútur.
- Fletjið deigið út þegar það hefur lyft sér.
- Brjótið saman, gerið tvöfalt og skerið út með t.d. skál.
- Látið lyfta sér í 10 mínútur á plötunni.
- Spreyið píturnar með vatni rétt áður en þær eru settar í ofninn.
- Bakið við 220° C í miðjum ofninum í um það bil 7-10 mínútur.
- Fylgist með og takið þær út ef þið sjáið að þær eru byrjaðar að taka á sig lit.
Fylling:
- salat að eigin vali
- agúrka, skorin í bita
- kokkteiltómatar, skorna í litla báta
- skinkusneiðar
- pítusósa
- valfrjálst eftir smekk hvers og eins hvað er sett í pítubrauðin
Samsetning:
- Byrjið á því að smyrja pítusósu í pítubrauðin.
- Setjið næst salatið, skinkusneið, síðan agúrkubita, kokkteiltómata eftir smekk.
- Pakkið í bökunarpappír og setjið í nestisbox.