Hér kemur ein djúsí, mjög einföld og ótrúlega góð samloka úr smiðju Hildar Ingimarsdóttir matarbloggara á Trendnet. Samlokan er ótrúlega saðsöm og í henni er hamborgarasósa, skinka, salat, tómatar, jalapeno ásamt cheddar-og havarti osti. Hreint sælgæti og er í miklu uppáhaldi hjá Hildi.
Djúsí samloka
Fyrir 2
- 1 súrdeigs snittubrauð
- smjör eftir smekk
- 2 sneiðar kjúklingaskinka (ekki reykt)
- 4 sneiðar silkiskorin skinka
- 4 sneiðar havarti ostur
- 2 sneiðar mjúkur cheddar ostur í sneiðum
- 1-2 msk. jalapeno úr krukku, smátt skorinn
- salat eftir smekk
- 1 tómatur
- Heinz Burger Sauce eða önnur hamborgarasósa eftir smekk
Aðferð:
- Byrjið á því að skera snittubrauðið í tvennt og svo í þversum þannig að úr verða tvær samlokur.
- Smyrjið allar brauðsneiðarnar með smjöri og dreifið skinku, havarti – og cheddar ostasneiðunum ofan á.
- Leggið brauðið ofan á ofnplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 180°C. Mæli með að stilla á grill á ofninum.
- Því næst dreifið jalapeno eftir smekk, salati, tómötum og sósunni. Lokið samlokunum og njótið.