Martha Stewart heimsótti súkkulaðigerðina

Eldhúsdrottningin og sjónvarpskonan Martha Stewart er hér á landi þessa …
Eldhúsdrottningin og sjónvarpskonan Martha Stewart er hér á landi þessa dagana. Hún heimsótti súkkulaðigerðina Omnom á dögunum ásamt vinkonu sinni, Dorrit Moussaieff, og fengu þær leiðsögn hjá Óskari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Omnom. Ljósmynd/Hanna Eir

Hin víðfræga eldhúsdrottning og sjónvarpskona, Martha Stewart, er stödd hér á landi þessa dagana.

Eins og flestir vita er hún fræg fyrir matreiðsluþætti sína og er mikill matgæðingur. Það kom líka í ljós á dögunum að hún er mikill súkkulaðiunnandi og hefur fylgst með Omnom gegnum árin.

Langaði að kíkja í heimsókn

„Þetta kom okkur í opna skjöldu um helgina. Ég fékk símtal frá Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, um að hún og vinkona hennar, Martha Stewart, væru fyrir utan Omnom-súkkulaðigerðina og langaði að kíkja í heimsókn. Ég brunaði að sjálfsögðu af stað og tók á móti þeim og fylgdarliði,“ segir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Omnom, sem kynnti starf Omnom fyrir Stewart, sjónvarpskonu og lífkúnstneradrottningu. 

„Þau höfðu ekki mikinn tíma þannig að Martha impraði á því að ég þyrfti að gefa henni örkynningu sem ég gerði að sjálfsögðu og hafði gaman af,  segir Óskar.

„Ég bauð þeim upp á súkkulaðismakk og sagði þeim frá starfinu okkar og sögu,“ segir hann og bætir við að Stewart hafi verið mjög áhugasöm. 

„Það er greinilegt að hún er mikil súkkulaðikona og var hrifnust af Sea Salted Toffee sem og Coffee+Milk og Black n'Burnt Barley fannst henni afar áhugavert enda súkkulaði sem er búið til úr byggi,“  segir Óskar og bætir við að hún hafi verið mjög hrifin af grafíkinni og umbúðum.

Gengu út með bros á vör

Fylgdarteymi Mörthu hafði fengið fjölda skilaboða um að þau yrðu að heimsækja Omnom sem þeim í Omnom þótti mjög vænt um að heyra. 

Dorrit og Stewart gengu allavega út með bros á vör, og fengu með sér, fyrstar allra, vetrarlínuna okkar sem kemur ekki í verslanir fyrr en í október. Ég gat ekki sagt nei við þær,“ segir Óskar hlæjandi að lokum. 

Ólafur Ragnar með í för

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og eiginmaður Dorritar, var hér líka og spurði hópinn hver galdurinn væri á bak við það að lítil súkkulaðigerð frá Íslandi hefði náð þeim mikla árangri úti í heimi sem raun ber vitni.

Hvernig gæðin þyrftu að vera á súkkulaðinu og svo branding og markaðsmálin og hvernig það hefði tekist til. Hann fékk svör við því hjá Óskari.

Miklar annir hjá Omnom

Mikið hefur verið um að vera hjá Omnom síðustu misseri. „Við tókum húsið að utan í gegn og fengum vegglistamanninn Juan Picturesart til að lífga upp á búðarfrontinn. Við erum ekkert smá hamingjusöm með útkomuna og síðum hlökkum við rosalega til jólanna,“ segir Óskar að lokum, alsæll með heimsóknina.

Samstarfskona Stewart, Hannah C. Milman, hefur verið iðin að birta myndir frá Íslandsför þeirra á Instagram-reikningnum sínum en hægt er að fylgjast með því hér.

Súkkulaðistykkin sem heilluðu vinkonurnar má sjá hér fyrir neðan.

Ljósmynd/Omnom
Ljósmynd/Omnom
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert