Núna eru skólarnir farnir af stað aftur og margir að huga að nestishugmyndum. Linda Ben, uppskriftahöfundur með meiru, er ávallt með puttann á púlsinum og deildi með fylgjendum sínum nokkrum góðum hugmyndum að nesti sem slá ávallt í gegn á hennar heimili. Þetta eru uppskriftir að samlokum, ljúffengri kjúklingavefju og skotheldartillögur að aukabitum í nestisboxið. Við á matarvefnum getum vel mælt með þessum nesisthugmyndum og svo eru þær líka heppilegar milli mála. Eins og flestir vita heldur Linda úti uppskriftavefnum Linda Ben.
Kjúklingavefjan er ótrúlega ljúffeng og auðvelt að útbúa hana.
Ljósmynd/Linda Ben
Vefja með kjúklingaáleggi
- Vefja
- Pítusósa
- Ostur
- Reykt og silkiskorin kjúklingabringa
- Agúrkusneiðar
- Harðsoðin egg
Aðferð:
- Smyrjið vefjuna með pítusósu, setjið ost, reyktu silkiskornu kjúklingabringuna, agúrkusneiðarnar og niðursneidda eggið í miðja vefjuna og rúllið upp.
Samloka með spægipylsu
- Samlokubrauð
- Smjör
- Spægipylsa
- Ostur
- Klettasalat
Aðferð:
- Smyrjið samlokubrauðið með mjúku smjöri, setjið spægipylsuna og ostinn á brauðið ásamt klettasalati.
Samloka með pestóskinku
- Samlokubrauð (heilkorna)
- Smurostur
- Pestóskinka
- Tómatur
- Salat
Aðferð:
- Smyrjið samlokubrauðið með smurosti og skerið tómatinn í sneiðar.
- Raðið pestóskinkunni, tómatsneiðunum og salatinu á brauðið og lokið.
Hugmyndir til að setja með í nestisboxið:
- Harðsoðin egg
- Ferskja
- Epli
- Hafrabiti með súkkulaði
- Vínber
- Snakkagúrka
- Snakkpaprika
- Gulrætur
- Appelsínubátar