Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir matgæðingur býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er hinn litríkasti og skemmtilegur fyrir bragðlaukana. Hún er elskar að hafa salat með matnum og búa til rétti sem eru litríkir og bjóða upp á fjölbreytta flóru í fæðuflokkunum.
Það er eflaust ekki tilviljun að Birna sé hrifin af fersku salati en hún starfa sem viðskiptastjóri hjá VAXA. „Fyrir þá sem ekki vita er VAXA fyrirtæki sem ræktar grænmeti í lóðréttum landbúnaði (e. verical farming) Matjurtir eru ræktaðar á mörgum hæðum með LED ljósi og er nýting á landi, orku og vatni þannig hámörkuð. Ísland getur verið leiðandi á þessu sviði til framtíðar og þannig megi líka draga úr þörfinni á óumhverfisvænum innflutningi á grænmeti. Þetta er allt svo ótrúlega magnað,“ segir Birna.
Ekki í vandræðum með að finna nýjar áskoranir
Birna er vön að vera með verkefni í gangi að hverju sinni. „Það er ýmislegt skemmtilegt að gerast hjá mér þessa dagana og ýmis tækifæri handan við hornið, þó ekki allt sem hægt er að segja frá þessa stundina. En ég get sagt þó frá því að ég skráði mig í nám til þess að auka þekkingu mína enn frekar á því sviði sem ég starfa. Ég held endalaust áfram að finna mér ný verkefni ásamt því að fylla húsið mitt af fólki og bjóða því í mat. Ég vill nefnilega hafa nóg að gera og ég er í engum vandræðum með að finna upp á einhverjum nýjum áskorunum á hverjum degi, eða réttara sagt bara almennt í lífinu, síður en svo,“ segir Birna spennt á svipinn.
Töfrar fram litríkan og fjölbreyttan matseðil fyrir alla
„Ásamt þessu öllu sinni ég besta hlutverki í heimi að vera móðir og því þarf matseðilinn á mínu heimili að henta börnum og fullorðnum. Ég er algjör félagsvera og elska að hafa fullt af fólki í kringum mig svo ég setti saman matseðil af því sem ég geri í þá minni skömmtum fyrir mig og dóttir mína eða þegar ég fæ fólk í mat og stækka þá eftir þörfum. Ég get lofað því að alla þessa rétti langar ykkur að prófa. Ég mæli með að prófa og bragðlaukarnir eiga eftir að njóta,“ segir Birna að lokum.
Mánudagur – Ljúffengur lax
„Mér finnst mánudagar eðal fyrir fisk og þessi uppskrift er einföld og syndsamlega góð. Ég geri þó salat alltaf með, Asískt babyleaf, og ber fram með fiskinum.“
Ljúffengur lax sem tekur stuttta stund að matreiða.
Ljósmynd/Marta María
Þriðjudagar – Kjúklingasalat með sætum kartöflum og hindberjum
„Þetta er mín uppáhalds uppskrift af salati og vert að prófa, því ég lofa himneskri upplifun af salati.“
Dýrðlegt kjúklingasalat með sætum kartöflum og hindberjum. Litríkt og fallegt.
Ljósmynd/Birna Hrönn
Kjúklinga salat með sætum kartöflum og hindberjum
- 1 – 2 öskjur VAXA salat
- 4 kjúklingalæri, úrbeinuð
- 1 msk. rósmarín
- 2 msk. ólífu olía
- 1 stór sæt kartafla, skorin í teninga
- 1 msk. hveiti
- 1 msk. rósmarín
- 1 tsk. gróft salt
- ½ tsk. chilli flögur
- 2 msk. ólífuolía
- 1 avókadó, skorið í sneiðar
- 1 granatepli
- 25 g graskersfræ, ristuð
- 25 g valhnetur, ristaðar
- 125 g hindber
Dressing
- 60 ml balsamik edik
- 40 ml ólífu olía
- 2 tsk. hunang
- 1 tsk. sinnep
- ¼ tsk. chilli flögur
- salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Skerið sætu kartöfluna í teninga og blandið saman við ólífu olíu, hveiti, rósmarín, salt, pipar og chilli flögur.
- Dreifið á bökunarplötu og hitið við 200 gráður í 30 mínútur.
- Skerið kjúkling í bita og blandið saman við ólífu olíu, rósmarín og smátt hakkaðar sprettur.
- Steikið á pönnu þar til steikt í gegn.
- Blandið saman salati, avókadó, berjum, ristuðum valhnetum og graskersfræjum, granatepli, kjúkling og sætum kartöflum.
- Berið fram með dressingu og góðu brauði.
Miðvikudagur – Lasagna að hætti Evu Laufeyjar
„Dóttir mín fær stundum að velja kvöldmatinn og þetta er réttur sem alltaf er valinn. Fullkomin fyrir alla fjölskylduna.“
Lasagna að hætti Evu Laufeyjar.
Ljósmynd/Eva Laufey
Fimmtudagar – Undursamleg blómkálssúpa
„Ég vel að hafa einn dag vikunnar fyrir mismunandi súpur, létt og tala nú ekki um einfaldleika.“
Blómkálssúpa er bæði klassísk og einföld.
Ljósmynd/Tobba Marinós
Föstudagur - Pitsadagur
„Föstudagar eru alltaf pítsadagar hjá okkur fjölskyldunni. Enda er pitsa í uppáhaldi hjá öllum.“
Föstudagar eru pítsakvöld hjá fjölskyldu Birnu og þessi er samsetning er afar vinsæl þar sem klettasalatið spilar stórt hlutverk.
Ljósmynd/Birna Hrönn
Pítsa með klettasalati og basil
Pitsaadeig
- 700 g hveiti
- 1 pk þurrger
- 2 tsk. salt
- 400 ml volgt vatn
- 4 msk ólífuolía
Ofan á
- pítsasósa að eigin vali
- tómatar eftir smekk
- mozzarellakúlur eftir smekk
- pestó eftir smekk
- hráskinka eftir smekk
- klettasalat
- furuhnetur
- fersk basilíka
- ólífuolía
Aðferð :
- Byrjið á því að hita ofninn í 220°C.
- Setjið hveiti, þurrger og salt í skál og blandið saman.
- Hafið ylvolgt vatn.
- Hellið því saman við þurrefnin ásamt olíunni og blandið saman.
- Hnoðið að lokum saman í höndunum og setjið í skál sem búið er að pensla með ólífuolíu, veltið deiginu um , plastið og leyfið að hefast í um klukkustund.
- Skiptið því síðan niður í 5 hluta og fletjið út.
- Pitsasósa og magn eftir smekk og strá ost yfir.
- Skerið tómatana í sneiðar og raðið þeim ásamt mozzarella kúlunum jafnt ofan á pitsurnar.
- Bakið við 220°C hita í um það 12-15 mínútur.
- Setjið klettasalat, furuhnetur, ferska basilíku og ólífuolíu eftir smekk.
- Einnig er himneskt að bæta við smá pestó og hráskinku ofan á.
Laugardagur – Hamborgaraveisla
„Ég elska þennan hamborgara og vinn ég mikið með það að að nota salatblað í stað brauðs, en að sjálfsögðu einnig hægt að nota brauð líka.“
Allra besti hamborgarinn settur á milli salatblaði með uppáhaldssósunni.
Ljósmynd/Birna Hrönn
Hamborgari sem svíkur engan
- 2 blöð af Vaxa salathaus
- 120 g hamborgarakjöt
- 2 stk. ostsneiðar
- tómatur
- laukur
- Sósa að eigin vali sem þér þykir best
Aðferð:
- Steikið hamborgarakjötið eftir því sem ykkur finnst það best.
- Raðið síðan saman í klassískri röð líkt og þið séuð að setja saman hamborgara í brauð nema notið salatblöðin í staðinn fyrir hamborgarabrauð.
Sunnudagur – Risarækju - Taco
„Þetta er minn allra allra uppáhaldsréttur sem ég mæli með að allir prófi, ég lofa ykkur því. Þú átt eftir að vera sammála.“
Risarækju-taco sem bragð er af og súpergott. Birna Hrön heldur mikið upp á þennan rétt.
Ljósmynd/Birna Hrönn
Risarækju-Taco
- 400 g risarækjur
- 1 hvítlauksrif
- 2 öskjur VAXA klettasalat
- 1 askja VAXA kóríander
- 120 g kirsuberjatómatar
- 1 stk. mangó
- 35 g rauðlaukur
- 60 g majónes
- 60 g sýrður rjómi 10%
- 1 stk. lime
- 1 stk. avókadó
- 8 stk. litlar tortillur
- salt eftir smekk
Aðferð:
- Þerrið rækjurnar.
- Setjið rækjurnar í skál með smá olíu og salti.
- Pressið 1 hvítlauksrif saman og blandið saman.
- Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma.
- Rífið börkinn af límónu og pressið 1 hvítlauksrif við.
- Hrærið berkinum af límónunni og hvítlauk saman við sósuna ásamt 1 matskeið límonusafa.
- Smakkið til með salti og meira límónusafa ef þarf.
- Skerið mangó og tómata í litla bita, saxið kóríander, líka stilkana og sneiðið rauðlauk í þunna strimla. Blandið saman í skál.
- Hitið um 1 matskeið af olíu við meðalháan hita.
- Steikið rækjurnar í u.þ.b 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
- Smakkið til með salti og límónusafa.
- Skerið avókadó í sneiðar.
- Hitið tortilla kökurnar í stutta stund.
- Raðið klettasalati, rækjum, mangó, salsa, avókadó og hvítlaukslímónusósu á tortillunar.
- Berið fram og njótið.