Gullslegið salat með hrísgrjónum

Í tilefni af gulum september töfraði Kristjana Steingrímsdóttir fram þetta …
Í tilefni af gulum september töfraði Kristjana Steingrímsdóttir fram þetta gullslegna salat með hrísgrjónum. Ljósmynd/Jana

Í tilefni af gulum september töfraði Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur og markþjálfi, ávallt kölluð Jana, fram þetta gullslegna salat með hrísgrjónum. Hún kallar þetta gull salat vegna þess að guli fallegi liturinn skín í gegn í salatinu til heiðurs gulum september sem er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan eins og við þekkjum öll. Því fær guli liturinn að njóta sín hér.

Jana er iðin við að deila uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram reikning sínum @janast og uppskriftasíðu sinni Jana.is.

Gull salat með hrísgrjónum

  • 2 bollar hrísgrjón
  • 4 bollar vatn
  • 2/3 tsk. túrmerik
  • ¼ tsk. kanill
  • ¼ tsk. engiferduft
  • ¼ tsk. kardimomma
  • smá salt
  • smá svartur pipar
  • 1 tsk. kókosolía

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í pott og hrærið vel saman.
  2. Fáið suðuna upp og lokið svo pottinum og slökkvið undir.
  3. Það tekur um það bil 20 mínútur fyrir grjónin að verða klár.

Í salatið

  • ¼ mangó
  • ¼ agúrka
  • ½ box af kóríander saxað gróft
  • ½ box steinselja söxuð gróft
  • 3 msk. graskersfræ
  • 3 msk. trönuber
  • 2 msk. sítrónuolía
  • s sítrónubörkur
  • örlítið sjávarsalt

Aðferð:

  1. Kælið grjónin.
  2. Skerið allt hráefnið í salatið í lita bita.
  3. Setjið grjónin í stóra skál ásamt restinni af hráefninu og hrærið allt saman.
  4. Berið fram og njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert