Íslenska bakaralandsliðið hreppti 2. sætið á Norðurlandamótinu

Hér má sjá silfurliðið, Matthías Jóhannesson, Stefán Pétur Bachmann Bjarnason, …
Hér má sjá silfurliðið, Matthías Jóhannesson, Stefán Pétur Bachmann Bjarnason, Smári Yngvason, Harald Árna Þorvarðason landsliðsþjálfara ásamt Sigurði Má Guðjónssyni formanni Landssambands bakarameistara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landslið íslenskra bakara gerði sér lítið fyrir og hreppti 2. sætið á Norðurlandameistaramóti bakara, Nordic Cup og er það besti árangur sem náðst hefur frá upphafi. Mótið var haldið í Weinheim í Þýskalandi dagana 11. – 12. september og var hið glæsilegasta í alla staði.

Markmiðið að vinna til verðlauna

Landsliðið hefur æft vel síðustu vikurnar undir leiðsögn Haralds Árna Þorvarðarsonar þjálfara liðsins, sem ávallt er kallaður Árni bakari. Markvisst var unnið út frá því að vinna til verðlauna á mótinu og það má með sanni segja að það hafi skilað sér. Landsliðið mætti með háleit markmið til leiks í sögufrægu borginni, Weinheim, þar stærsti fagskóli Þýskalands er staðsettur en þar var keppnin haldin.

Listaverkið, skrautstykkið sem landslið bakara töfraði fram í keppninni.
Listaverkið, skrautstykkið sem landslið bakara töfraði fram í keppninni. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Keppnin í ár bar yfirskriftina „hope for the future“ og þurftu liðin að vinna með ákveðnar keppnisreglur sem þurfti að virða í einu og öllu. Framleiða þurfti skrautstykki, vínarbrauð, croissant, sætdeig ásamt matbrauðum og smábrauðum. Allar þessar vörur ber að tengja saman í áðurnefnt þema en íslenska landsliðið hefur unnið mikið með jörðina, býflugurnar og blómin,“ segir Árni sem er í skýjunum með árangur liðsins og stoltur af sínu teymi. 

Meðlimir í íslenska bakara landsliðinu eru:

  • Stefán Pétur Bachmann Bjarnason hjá Hygge — Fyrirliði 
  • Matthías Jóhannesson hjá Passion Reykjavík
  • Smári Yngvason frá Gæðabakstri
  • Haraldur Árni Þorvarðarson landsliðsþjálfari

Íslenska bakaralandsliðið keppti síðast á Nordic Bakery Cup árið 2018 sem haldið var samhliða Foodexpo í Herning í Danmörku. Ísland komst því miður ekki á verðlaunapall þá og hafnaði í fjórða sæti en stóð sig engu að síður mjög vel í keppninni þá.

Næst er það heimsmeistaramótið

Fram undan er heimsmeistaramót bakara sem haldið verður í München, þann 23. október næstkomandi og var þátttakan í Nordic Bakery Cup einn þáttur í undirbúningi landsliðið bakara. „Silfrið er því hvatning fyrir landsliðið sem stefnir áfram markvisst að því að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti bakara og æfingarnar munu halda áfram að fullum krafti,“ segir Árni aðspurður og er fullur tilhlökkunar fyrir næsta mót.

Hér fyrir neðan má sjá keppendur töfra fram á Instagram reikning @backakademie kræsingar sínar og taka á móti verðlaunum.

Mikið var um að vera í eldhúsinu meðan á keppninni …
Mikið var um að vera í eldhúsinu meðan á keppninni stóð. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
Hugsa þurfti fyrir hverju smáatriði.
Hugsa þurfti fyrir hverju smáatriði. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
Að störfum.
Að störfum. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
Listaverkið í vinnslu.
Listaverkið í vinnslu. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
Unnið var með býflugur og blóm.
Unnið var með býflugur og blóm. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert