Elín Kristín Guðmundsdóttir matarfrumkvöðull sem á og rekur fyrirtækið Ella Stína vegan hefur þróað nýja grænmetissteik sem hefur notið mikilla vinsælda. Það sem gerir grænmetissteikin sérstaka er að það eru engar hnetur í steikinni sem er kærkomið fyrir marga.
„Grænmetissteikin inniheldur engar hnetur, hún er eina grænmetissteikin sem ég veit um sem er á markaði sem er án hneta og því er hún með ákveðna sérstöðu. Þegar ég hannaði þessa uppskrift þá var ég að horfa til þess að mæta þörfum þeirra sem eru eru með hnetuóþol en langar til að geta gætt sér að góðri grænmetissteik. Viðtökur neytenda hafa verið mjög góðar,“ segir Elín.
Hver árstíð hefur sinn sjarma, eins og haustið þar sem allir fallegu litirnir í náttúrunni skarta sínu fegursta og uppskera af öllu íslenska grænmetinu frá sumrinu kemur í verslanir. „Þessi tími er uppáhalds tíminn minn, ég get hangið í verslunum og skoðað allt litríka grænmetið og valið mér í hvern réttinn af öðrum. Það er ekkert betra en íslenskt grænmeti brakandi ferskt og nýtt. Mér finnst gott að borða eins mikið og ég get af grænkáli, rauðkáli, rófum, gulrótum, spírum, nýjum kartöflum, rauðrófur, sveppum og papriku svo fátt sé nefnt,“ segir Elín.
Elín býður lesendum matarvefsins upp á uppskrift af girnilegum haustrétti, grænmetissteik, rótargrænmeti og thaini sósu sem á vel við á þessum árstíma. „Meðan grænmetissteikin og rótargrænmetið er að bakast í ofninum er gott að útbúa Thaini sósuna. Þannig nýtist tíminn vel og allt tilbúið á sama tíma,“ segir Elín.
Grænmetissteik með rótargrænmeti, haustsalati og thaini sósu
Fyrir 2-3
Aðferð:
Rótargrænmeti með grænmetisblöndu
Aðferð:
Thaini sósa
Aðferð:
Ferskt haustsalat
Aðferð: