„Negroni Week“ eða Negroni vikan, sem er alþjóðleg góðgerðarvika, fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir en Imbibe Magazine og Campari byrjuðu með þessa viku árið 2013. Í fyrstu voru þetta aðeins um 120 staðir en nú skipta þeir þúsundum á heimsvísu. Markmið Íslands var að minnst 30 barir og veitingastaðir tækju þátt sem myndi gera viðburðinn að einum, ef ekki stærsta viðburði sinnar tegundar, sem haldinn hefur verið á Íslandi og í dag er metþátttaka.
Klakavinnslan heldur utan um góðgerðarvikuna og að þessu sinni eru það samtökin Ljónshjartað sem hljóta styrkinn sem safnast í góðgerðavikunni. Ljónshjarta eru samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börn þeirra.
„Okkur hjá Klakavinnslunni langaði að leggja okkar af mörkum og halda upp á Negroni Week með stæl sem haldin er árlega, þessa vikuna 18. til 24. september,“ segir Fannar Alexander Arason. Eins áður hefur komið fram er metskráning á Negroni vikunni og alls eru þetta 33 staðir sem eru skráðir til þátttöku sem er langt umfram markmið. Ísland er ofarlega á heimsvísu með fjölda staða og það má með sanni segja dagskrá vikunnar sé fjölbreytt og spennandi.
„Negroni seðlarnir á stöðunum eru mjög spennandi og hægt er að smakka næstum endalausar útfærslur af Negroni. Barþjónaklúbburinn gengur á milli bara og dæmir og tilkynnt verður um besta Negroni, besta gin til að nota í Negroni og svo besta óáfenga Negroni í lokapartí Negroni vikunnar sem verður haldið á Telebar á Parliament hótelinu næsta sunnudag,“ segir Fannar.
Í partíinu verður einnig tilkynnt hversu hárri upphæð Klakavinnslan nær að safna til styrktar Ljónshjarta með sölu á Negroni Week derhúfunni sem fæst hjá Kormáki og Skildi í tilefni að góðgerðarvikunni en einnig er hægt að panta hana hjá klakavinnslan@klakavinnslan.is eða styrkja með frjálsum framlögum á reikning: 0370-13-018246 kt. 710518-0170.
Hægt er að kynna sér meira um Negroni vikuna hér þar sem hægt er að sjá hvaða staðir taka þátt og séð á korti hvar næsti staður er í nágrenninu.