Sjávarréttahátíðin MATEY sett með pomp og prakt í dag

Fjórir framúrskarandi gestakokkar munum matreiða fyrir gestina á veitingastöðunum GOTT, …
Fjórir framúrskarandi gestakokkar munum matreiða fyrir gestina á veitingastöðunum GOTT, Slippnum, Einsa kalda og Næs á sjávarréttahátíðinni MATEY sem verður formlega sett í dag. Samsett mynd

Sjávarréttahátíðin MATEY verður haldin í annað sinn dagana 21. -23. september næstkomandi með pomp og prakt. Það má með sanni segja að Vestmannaeyjar séu komnar á heimskort matgæðinga og hefur hátíðin vakið mikla athygli víða um heim. Þessa dagana flykkjast erlendir fjölmiðlar, matgæðingar og áhugafólk um mat til Vestmannaeyja til að fylgjast með hátíðinni og kynnast því sem í boðið er.

Frosti Gíslason er einn af frumkvöðlum við stofnun sjávarréttahátíðarinnar MATEY og hefur verið er verkefnisstjóri MATEY Seafood Festival frá upphafi. Aðspurður segir Frosti að hátíðin í fyrra af tekist vel og dagskráin verði með svipuðu sniði í ár en nýir gestakokkar komi og leiki listir sínar í eldhúsinu á fjórum veitingastöðum bæjarins þar sem hráefnið í nærumhverfinu verður í forgrunni.

Frosti Gíslason er hér í góðum félagsskap með Berglindi Sigmarsdóttur …
Frosti Gíslason er hér í góðum félagsskap með Berglindi Sigmarsdóttur sem er formaður Ferðamálanefndar Vestmannaeyja og Gísla Auðuns Matthíassonar matreiðslumeistara og eiganda Slippsins og Næs en þau eru öll í nefndinni sem stendur að hátíðinni. Ljósmynd/Karl Petersson

Nýstárlegir réttir úr einstöku hráefni

„Matvælaframleiðendur í Eyjum, fiskframleiðendur, veitingastaðir og ferðaþjónustuaðilar í Eyjum taka höndum saman og halda frábæra sjávarréttahátíð þar sem boðið verður upp brot af því besta sem framleitt er af matvælum í Eyjum þar sem erlendir gestakokkar munu koma og framreiða nýstárlega rétti úr einstöku hráefni frá fyrirtækjunum hér í Eyjum og bjóða upp á veitingastöðum bæjarins,“ segir Frosti.

Í dag verður hátíðin Matey Seafood Festival verður opnuð með formlegum hætti með listsýningu, frumflutningi tónlistarverks og áhugaverðum erindum. Opnunarhátíð fer fram í Eldheimum og er  fyrir alla. „Boðið verður í boði smakk og  ýmsar kræsingar frá fiskframleiðendum og öðrum matvælaframleiðendum í Eyjum.  Þá verður opnuð listsýningin „Konur í sjávarsamfélagi.“ þar sem Gíslína Dögg Bjarkadóttir listakona er sýningarstjóri  en 12 listamenn  sem eru m.a.  í Lista-og menningarfélaginu í Vestmannaeyjum sýna einstök verk eða seríu tengdu þemanu alls um 23 verk.

Birgir Nielsen mun frumflytja nýtt tón- og myndverk, sem ber heitið Whales of Iceland en í því eru m.a. hljóð frá hvölum sem voru tekin upp í kringum Vestmannaeyjar af rannsóknarteymi frá Háskóla Íslands. Gestakokkarnir segja frá réttunum sem þeir munu framreiða á hátíðinni og fleiri áhugaverð erindi verða haldin,“ segir Frosti sem er fullu tilhlökkunar fyrir deginum.

Mikið var um dýrðir í Eyjum í fyrra þegar framúrskarandi …
Mikið var um dýrðir í Eyjum í fyrra þegar framúrskarandi kokkar komu saman. Hér eru þeir Gísli Auðunn Matttíasson, Leif Sorensen sem var gestakokkur á Slipnnum í fyrra, Chris Golding sem var gestakokkur á GOTT í fyrra og Sigurður Gíslason að störfum í matreiðslunni. Ljósmynd/Karl Petersson

Heimsklassa gestakokkar framreiða einstaka rétti

Framúrskarandi gestakokkar komnir til Eyja. „Til okkar eru komnir ólíkir en frábærir gestakokkar sem eru frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Írlandi en það hefur verið áhugavert að fylgjast með metnaðarfullum og uppbyggilegum samskiptum okkar matreiðslufólks við gestakokkana sem koma til okkar í tilefni Matey Seafood Festival. Gestakokkarnir verða á 4 veitingastöðum  bæjarins en nánast allir veitingastaðir bæjarins munu einnig bjóða upp á sérrétti í tilefni hátíðarinnar.“ 

Vestmannaeyjar sem mataráfangastaður

Sjávarréttahátíðin MATEY var haldin í fyrsta skiptið í september 2022. Aðspurður segir Frosti að hátíðin hafi gengið framar öllum vonum og gestir hátíðarinnar hafi verið í skýjunum og allir samstarfsaðilar hátíðarinnar hafi óskað eftir að fá að vera með aftur. „Því var ákveðið að  að þróa hugmyndina áfram og blása til nýrrar hátíðar í september 2023.  Hátíðin í fyrra fékk mikla og jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum sem skilaði sér í bættri markaðssetningu á Vestmannaeyjum sem mataráfangastað og styður við ímynd Vestmannaeyja sem eitt helsta sjávarsamfélag Íslands.“

Hver er forsagan bak við hátíðina?

„Upphaf hátíðarinnar má rekja til tveggja verkefna annars vegar verkefnisins Sjávarsamfélagið sem ég hef unnið að í nokkur ár og hins vegar undirbúning Ferðamálasamtakanna að viðburðum til þess að lengja ferðamannatímabilið.  Úr varð að sameina hugmyndir okkar að viðburði sem í dag ber heitið MATEY Seafood festival,“ segir Frosti. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja halda hátíðina en á bak við hátíðina standa fjölmargir aðilar. „Þar á meðal hinar öflugu fiskvinnslur í Eyjum og matvælaframleiðendur eins og til mynda Ísfélagið, VSV, Leo Seafood, Grími kokkur,  Marhólmar, Iðunni Seafood, Saltey, Aldingróður,  Hótel og gistiaðilar eins og t.d. Westman Islands Ocean Luxury Villas, Hótel Vestmannaeyjar, PuffinNest. NORA, Fab Lab Vestmannaeyjar, Lista- og menningarfélagið, Eldheimar, Söfnin í Eyjum, Vigtin bakarí, Ribsafari, Brothers Brewery, veitingastaðirnir í Eyjum og fleiri aðilar.“ 

Frosti segir að markmiðið með því að halda hátíðina sé að efla Vestmannaeyjar enn frekar og vekja athygli á Eyjum sem mataráfangastað á Íslandi. „Sjávarréttahátíðin MATEY er mikilvægur þáttur í í að efla Vestmannaeyjar enn frekar sem einn helsta mataráfangastað Íslands og styður við bætta ímynd fiskframleiðslu í Vestmannaeyjum.  Verkefnið er nýsköpunar verkefni og er lengir ferðaþjónustutímabilið í Vestmannaeyjum og eflir fjölbreytileika atvinnulífsins með samspili menningartengdrar ferðaþjónustu og styður við markaðssetningu matvælaframleiðslu í Vestmannaeyjum. Verkefnið stuðlar að sjálfbærni þar sem aukin áhersla er lögð á nýtingu staðbundinna matvæla á veitingastöðum bæjarins. Verkefnið er samstarfsverkefni milli fjölda aðila í atvinnulífinu og er grunnur að samstarfi á fleiri sviðum,“ segir Frosti.

Glæsileg dagskrá í boði

Dagskráin á hátíðinni er hin glæsilegasta, í boði verða áhugaverðir listviðburðir á opnunarhátíð Matey í Eldheimum í dag og listsýning sem stendur út hátíðina. Veitingastaðirnir í Eyjum Gott, Slippurinn, Einsi kaldi og Næs munu bjóða upp á margréttaða sérseðla að hætti nokkurra bestu matreiðslumanna í heimi sem taka þátt í hátíðinni sem gestakokkar. Á Sælandi, Tanganum, Kránni og Pítsagerðinni og Pizza 67, Næs og Gott verða í boði sérréttir og Brothers Brewery bjóða upp á nýjan bjór í tilefni hátíðarinnar. 

Framúrskarandi gestakokkar verða á GOTT, Slippnum, Einsa kalda og Næs

Adam Jonathan Qureshi verðu gestakokkur á GOTT í ár.
Adam Jonathan Qureshi verðu gestakokkur á GOTT í ár.

Adam Quershi er gestakokkur GOTT

Hann kemur frá Michelin- stjörnustaðnum ,,kol”  í London sem er 23.sæti yfir bestu veitingastaði heims nú árið 2023.  „Hann hefur unnið á veitingastöðum víðs vegar um heiminn, frá París til Tókýó, Lima í Peru og á karabísku eyjunum. Á Kol er mikil áhersla að nota staðbundin bresk hráefni með mexíkönskum aðferðum til að búa til einstaka rétti undir áhrifum mexíkóskrar matreiðslu. Hann mun nýta okkar frábæra sjávarfang frá Vestmannaeyjum með samskonar hugmyndafræði og skapa einstakan matarupplifun.“ 

Cúán Greene verður gestakokkur á Slippnum.
Cúán Greene verður gestakokkur á Slippnum.

Cúán Greene verður gestakokkur  á Slippnum

Cúán er írskur kokkur og eigandi ÓMÓS Digest  í Írlandi. Hann hefur áður unnið á mörgum af bestu veitingastöðum í heimi á borð við Michellin staðina Noma og Geranium. Hann var einnig yfirkokkur á veitingastaðnum Bastille í Dublin.

Cúán vinnur mikið með staðbundið hráefni í árstíð líkt og gert er á Slippnum en markmið hans með þátttöku á Matey er að bjóða fólki að upplifa samblöndu á írskri og íslenskri matarmenningu þar sem margt sameiginlegt er í hráefnum landanna. Cúán er þekktur fyrir að hugsa út fyrir boxið og veita ógleymanlegar matarupplifanir.“

Triscornia Francesco verður gestakokkur á Einsa kalda.
Triscornia Francesco verður gestakokkur á Einsa kalda.

Francesco Triscornia gestakokkur á Einsa Kalda

Francesco hefur unnið í löndum á borð við Hong Kong, Frakklandi og Tælandi og verið undir handleiðslu ítalska Michelin-kokksins Italo Bassi. „Eftir 5 ár sem yfirkokkur á Corsica vinnur hann nú í ýmsum verkefnum í Norður Toskana. Á Matey mun hann sýna fram á gæði sjávarafurðanna okkar í ítalskri útfærslu.“

Adrien Bouquet frá París verður gestakokkur á Næs.
Adrien Bouquet frá París verður gestakokkur á Næs.

Adrien Bouquet gestakokkur á Næs

Adrien Bouquet er franskur kokkur með mikla reynslu af mörgum af skemmtilegustu stöðum Parísarborgar meðal annars Clownbar & Cheval d’or.

„Hans ástríða liggur í japanskri matargerð sem hann lærði bæði í París og í Japan og notkun á frábæru fiskmeti. Mikill undirbúningur hefur verið í matseðlavinnu á milli næs og  Adrians þar sem má vænta bæði japanskra og franska strauma með hráefninu okkar úr Vestmannaeyjum.“

Bætt ímynd Vestmannaeyja ávinningurinn

Hvað gerir þetta fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar að fá svona flotta

matreiðslumeistara á veitingastaðina?

„Ávinningur af Sjávarréttahátíðinni Matey er bætt ímynd Vestmannaeyja sem mataráfangastaðs. Umfjöllun og vitund um matvælaframleiðslu Vestmannaeyja hefur markaðslegt gildi fyrir matvælaframleiðendur og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Verkefnið leiðir til aukinnar nýsköpunar, framleiðni öflugra atvinnulífs. Verkefnið hefur jákvæð áhrif á mannlíf og lífsgæði íbúa  lifandi menningu, aukinni tilbreytingu og stóraukinni samvinnu milli ólíkra aðila. Kolefnisspor vegna ferðafólks verður minna með breyttu neyslumynstri þar sem í auknum mæli er boðið upp á afurðir sem framleiddar eru staðbundið og ekki er búið að flytja langar leiðir.  Verkefnið hefur því jákvæð áhrif með aukinni umhverfisvitund og hvetur til sjálfbærrar neyslu.  Aðgengi að vörum sem framleiddar eru á svæðinu er aukin.  Samkeppnishæfni fyrirtækja á svæðinu eflist með auknu samstarfi.“ Frosti segir að hátíðin sé svo sannarlega komin til að vera. „Ég hvet fólk til að koma og taka þátt, ég hvet fólk til þess að panta sér borð á okkar frábæru veitingastöðum og prófa töfrandi rétti frá þessum frábæru gestakokkum sem koma frá Frakklandi, Írlandi, Bretlandi og Ítalíu og auk þess sem gestir geta farið í sérrétti  á hinum fjölbreyttu veitingastöðum bæjarins og bragðað á okkar frábæra fiskmeti og sprettum frá Eyjum,“ segir Frosti að lokum.

Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar og bókað hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka