Föstudagar eru oftar en ekki pítsakvöld hjá mörgum fjölskyldum og flestir sem setja saman vikumatseðil fyrir matarvefinn bjóða upp á uppskrift að sinni uppáhaldspítsu á föstudögum. Linda Ben uppskriftahöfundur, sem heldur úti uppskriftavefnum Linda Ben, er ein af þeim sem er reglulega með pítsakvöld og á sína uppáhaldspítsu. Hún deildi með fylgjendum sínum uppskriftinni að sinni uppáhalds á dögunum sem vert er að prófa. Linda kaupar annaðhvort tilbúið pítsadeig í Mosfellsbakarí eða gerir heimatilbúið. Það einfaldar oft lífið að kaupa tilbúið súrdeigspítsadeig sem fæst víða í bakaríum og öllum helstu matvöruverslunum eins og Hagkaup og Bónus svo dæmi séu tekin.
„Þessa pítsu gerum við alltaf þegar við erum með pítsakvöld. Hún er alveg ótrúlega djúsí og mjög bragðmikil. Þetta er í mínum huga algjörlega klassísk pítsa og í augljóslega í miklu uppáhaldi hjá okkur. Allir sem koma hingað í pítsu fá að smakka þessa og við fáum alltaf mikið lof fyrir hana,“ segir Linda.
Uppáhaldspítsan hennar Lindu Ben
Aðferð: