Fastur liður á matarvefnum á laugardagsmorgnum eru Húsó-uppskriftirnar sem koma úr hinu leyndardómsfulla eldhúsi í Hússtjórnarskólanum við Sólvallagötu. Skólameistarinn Marta María Arnarsdóttir ljóstrar hér upp uppskriftinni að hinum fullkomna eftirrétti, að minnsta kosti var þessi sá allra vinsælasti hér á árum áður og eftir þessa uppljóstrun mun hann koma sterkur til leiks að nýju. Hér er á ferðinni sítrónubúðingur sem á eftir að töfra helgarmatargestina upp úr skónum.
„Þetta er svona matarlímsbúðingur að bestu gerð. Það eru margir sem hræðast það að vinna með matarlím. En þegar rétt er farið að og öllum skrefum er fylgt samviskusamlega er lítið mál að gera dýrindis matarlímsbúðing. Í margri matargerð er auðvelt að breyta uppskriftum og gera „dass” af þessu og hinu eftir eigin hentisemi. Það gengur ekki svo auðveldlega upp þegar unnið er með matarlím enda getur maður þá endað með kekkjóttan búðing og það viljum við jú ekki. Það þarf að beita þolinmæði og bera virðingu fyrir ferlinu – þá mun allt ganga smurt. Að endingu muntu líklega segja: „Ó, þetta var nú ekkert mál”, segir Marta María og brosir sínu blíðasta.
Fullkominn sem eftirréttur helgarinnar.
Hinn fullkomni sítrónubúðingur
Aðferð: