Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir fagurkeri með meiru hafði látið sig dreyma í nokkur ár að útbúa útieldhús á pallinum sínum. Ingibjörg býr á Suðurnesjunum í fallegu einbýlishúsi með góðum palli sem hefur til að bera fyrir útieldhús. Í loks sumars varð draumur hennar um útieldhús að veruleika og nýtur sín vel í fallegu haustveðri enda er hægt að nota útieldhús allan ársins hring þegar veður leyfir.
„Draumaeldhúsið sem ég var með í huga var að byggja fallegt svæði utan um grillið, pallurinn var til staða og grillið átti sinn stað. Mig langaði að gera enn betur og mynda ákveðna umgjörð um svæðið þannig að ég gæti notað útisvæðið við matargerðina og haft um leið huggulegt kringum okkur,“ segir Ingibjörg sem er afar ánægð með útkomuna.
Aðspurð segir Ingibjörg að það sé ekki flókið að hanna sitt eigið útieldhús og hver og einn hafi þá líka tækifæri til að gera það að sínu. „Held að það sé smekkur fólks , hvernig maður græjar og prýðir útieldhúsið. Ég hannaði mitt sjálf og vissi nákvæmlega hvernig ég vildi hafa það.“
Ingibjörgu tókst vel til og náði að sameina notagildið og fagurfræðina. „ Ég vildi hafa fallegt í kring um grilliðog fela til að mynda gaskútana. Eftir að ég hafði útfært hvernig ég vildi hafa svæðið tók framkvæmdin ekki nema um það bil 2 vikur, þökk sé góða veðrinu í júlí og ágúst.“
Þegar koma að velja efnivið var Ingibjörg dugleg að nýta það sem til var og gera góð kaup á afgangsefni. „Ég notaði afgangs spýtur síðan pallurinn var smíðaður og fann afgangs flísar á á fínu verði, borgaði aðeins 800 krónur fyrir þær. Litlu hlutirnir eru bæði gamlir og nýlegir, ég keypti ódýra leirpotta, spreyjaði þá svarta. Það er svo gaman að gefa gömlum hlutum nýtt líf með smá breytingu.“
Eldhúsinnréttingin kemur skemmtilega út, falleg fyrir augað og nýtist líka vel. Grillið fellur inn í innréttinguna á fallegan og áreynslulausan hátt. „Hillurnar undir grillinu eru smíðar inn í innréttinguna, síðan smíðað utan um það. Mér finnst innréttingin vera mikið augnakonfekt fyrir pallinn og ramma grillaðstöðuna vel inn. Borðplássið er snilld, þar er bæði hægt að leggja frá sér hluti og nýta svæðið til matargerðar. Síðan er ég með stóran arinn við hliðina á innréttingunniþar sem við getum bakað pitsur. Borðið nýtist því vel í pitsubakstur.
Síðan er ætlunin að byggja skyggni yfir, þá kemur skjól ef rignir. Þá verður þetta svæðið fullkomið,“ segir Ingibjörg og býst við að það verði oft grillað í vetur þó svo að útieldhúsið verði eflaust minna notað yfir háveturinn. „Það er svo yndislegt að njóta og græja kræsingar úti í fallegu og góðu veðri. Þetta eykur lífsgæðin