Bleikasta útgáfuhófið hjá eftirréttadrottningu Íslands

Í tilefni að útgáfu bókarinnar Ómótstæðilegir eftirréttir bauð Ólöf Ólafsdóttir …
Í tilefni að útgáfu bókarinnar Ómótstæðilegir eftirréttir bauð Ólöf Ólafsdóttir konditori og eftirréttadrottning Íslands ásamt móður sinni Ruth Ásgeirsdóttur ljósmyndara og Edda útgáfa í bleikasta útgáfuhófsins sem haldið hefur verið á veitingastaðnum OTO. Samsett mynd

Í tilefni að útgáfu bókarinnar Ómótstæðilegir eftirréttir bauð Ólöf Ólafsdóttir konditori og eftirréttadrottning Íslands ásamt móður sinni Ruth Ásgeirsdóttur ljósmyndara og Edda útgáfa í heljarinnar útgáfuhófs á veitingastaðnum OTO við Hverfisgötu. Það má með sanni segja að þetta hafi verið eitt bleikasta útgáfuhóf sem haldið hefur verið, staðurinn var fallega skreyttur þar sem bleiki liturinn var í forgrunni.

Boðið var upp á bleikar kræsingar og bleikar búbblur svo fátt sé nefnt og veitingarnar slógu svo sannarlega í gegn. Bókin rauk út eins og heitar lummur líkt og bleiku eftirréttirnir sem glöddu alla viðstadda. Ólöf er annáluð fyrir kunnáttu sína í eftirréttagerð og þekkt fyrir að galdra fram dýrindis eftirrétti sem gleðja bæði auga og munn. Vert er að geta þess að hún er nýr meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu og er á leið út á Ólympíuleikana í Stuttgart í febrúar 2024. Þetta er fyrsta bók Ólafar og er uppskriftabók sem ber nafn með rentu. 

Bókin einstaklega falleg og inniheldur fjölbreytta flóru af eftirréttum

Það er deginum ljósara að bókin hennar Ólafar á eftir að slá í gegn líkt og hún hefur gert með eftirréttum sínum. Bókarkápan er einstaklega falleg og myndirnar listaverk, hver einasti réttur fangar augað og vekur áhuga. Móðir Ólafar, Ruth, tók allar myndirnar í bókinni þar listrænir hæfileikar hennar skína í gegn og ljóst að mæðgurnar hafa unnið gott verk saman. Bókin er stútfull af uppskriftum, fróðleik og tækni. „Mig langaði að gera bók sem væri ekki bara fyrir áhugabakara heldur einnig fyrir bakara sem vilja ganga skrefinu lengra og vinna sig áfram með fjölbreyttar uppskriftir,“ segir Ólöf.

Eins og litla barnið mitt

Tilfinningin að vera komin með fyrstu bókina í hendurnar er nánast óraunveruleg, hún tók 9 mánuði frá byrjun til enda og bókin er nánast eins og litla barnið mitt. Hún er flottari en ég gat nokkurn tíman ímyndað mér að hún gæti orðið og ég er mjög stolt af henni,“ segir Ólöf. 

Aðspurð segir Ólöf að hún hafi verið hrærð yfir viðbrögðum gesta og hversu margir komu og fögnuðu með henni og móður hennar í tilefni útgáfu eftirréttabókarinnar. „Það sem mér fannst standa upp úr varðandi útgáfuteitið var hversu margir komu og hvað ég er ótrúlega heppin með fólkið í kringum mig. Ég er svo þakklát fyrir alla og sérstaklega fólkið sem stóð mér við hlið í gegnum allt.

Mæðgurnar, Ólöf Ólafsdóttir og Ruth Ásgeirsdóttir, höfðu ærna ástæðu til …
Mæðgurnar, Ólöf Ólafsdóttir og Ruth Ásgeirsdóttir, höfðu ærna ástæðu til að fagna útgáfu bókarinnar Ómótstæðilegir eftirréttir og buðu upp á bleika veislu. mbl.is/Óttar
Hluti íslenska kokkalandsliðsins koma og fagnaði með Ólöfu. Jafet Berg­mann …
Hluti íslenska kokkalandsliðsins koma og fagnaði með Ólöfu. Jafet Berg­mann Viðars­son. Úlfar Ö. Úlfarsson, María Shram­ko, Ísak Aron Jóhannsson, Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, Ólöf og Snædís Xyza Mae Jóns­dótt­ir í góðum gír. mbl.is/Óttar
Ánægðar með kræsingarnar og bleiku búbblurnar í boðið Ólafar, Helena …
Ánægðar með kræsingarnar og bleiku búbblurnar í boðið Ólafar, Helena toddsdóttir, Gyða Víðisdóttir og Andrea Ylfa Guðrúnardóttir. mbl.is/Óttar
Ánægðar með bókina, Svala Þormóðsdóttir, Þuríður Ósk Smáradóttir og María …
Ánægðar með bókina, Svala Þormóðsdóttir, Þuríður Ósk Smáradóttir og María Johnson frá Eddu útgáfu. mbl.is/Óttar
Flottar saman Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, María Shramko, Ólöf og …
Flottar saman Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, María Shramko, Ólöf og Snædís. mbl.is/Óttar
Guðný Helga Axelsdóttir, Olga María Ólafsdóttir, Ólöf, Ruth og Henrietta …
Guðný Helga Axelsdóttir, Olga María Ólafsdóttir, Ólöf, Ruth og Henrietta Guðrún Gísladóttir skála í bleikum búbblum. mbl.is/Óttar
Ólafur Ágúst Petersen, Elin Nhung, Huyen Sú, Trang Sú, Viktor …
Ólafur Ágúst Petersen, Elin Nhung, Huyen Sú, Trang Sú, Viktor Máni og Róbert Demirev njóta kræsingana frá Ólöfu. mbl.is/Óttar
Gleðin við völd alls staðar. Huldrún Þorsteinsdóttir, Samantha Ósk Sokolov, …
Gleðin við völd alls staðar. Huldrún Þorsteinsdóttir, Samantha Ósk Sokolov, Ruth, Guðný Helga Axelsdóttir, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ólafur Bæring Magnússon. mbl.is/Óttar
Hildur Karen þorgrímsdóttir, María shramko, Daría Shramko og Ólöf.
Hildur Karen þorgrímsdóttir, María shramko, Daría Shramko og Ólöf. mbl.is/Óttar
Mæðgurnar ánægðar með afraksturinn sem þær hafa unnið saman að …
Mæðgurnar ánægðar með afraksturinn sem þær hafa unnið saman að síðastliðna níu mánuði. mbl.is/Óttar
Boðið var upp á bleikar Sörur sem slógu í gegn.
Boðið var upp á bleikar Sörur sem slógu í gegn. Ljósmynd/Sjöfn
Bækurnar ruku út eins og heitar lummur.
Bækurnar ruku út eins og heitar lummur. Ljósmynd/Sjöfn
Brownies að betri gerðinni að hætti Ólafar.
Brownies að betri gerðinni að hætti Ólafar. mbl.is/Óttar
Fullt var út úr dyrum í bleika útgáfuhófinu.
Fullt var út úr dyrum í bleika útgáfuhófinu. mbl.is/Óttar
Glæsilegar mæðgur.
Glæsilegar mæðgur. mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
Emil Tumi Víglundsson, Jónmundur Þorsteinsson og Helena Júlía Kristinsdóttir skemmtu …
Emil Tumi Víglundsson, Jónmundur Þorsteinsson og Helena Júlía Kristinsdóttir skemmtu sér vel í útgáfuhófinu. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert