Dagana 28. og 29. september síðastliðinn voru haldin námskeið í Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi í skurði og skreytingum á súrdeigsbrauðum á vegum Danól. Bökurum og bakaranemum var boðið að taka þátt og var frábær mæting, hátt í 50 manns tóku þátt.
Markmið námskeiðsins var að auka þekkingu og kynna nýjar aðferðir sem geta nýst stéttinni vel.
Þrír bakarar, þeir Réné Kristoffersen, Christoph Kuehn ogMathias Weigel, á vegum Ireks, birgja í bakstursvörum, kenndu ýmsar aðferðir og útfærslur í brauðskurði. Síðan fengu þátttakendur sjálfir að prófa. Útkoman var stórkostleg eins og myndirnar sýna. Brauðin voru hvert öðru fallegra og stórfenglegt að sjá hvað er hægt að gera brauð falleg. Ekkert er skemmtilegra en að bera fram falleg brauð á borð sem gleðja bæði augu og munn.
Það væri ekki amalegt að sjá þessi brauð í hillunum í bakaríum landsins.