Kæst skata það versta sem Gabríel hefur bragðað

Gabríel Kristinn Bjarnason landsliðskokkur sviptir hulunni af matarvenjum sínum og …
Gabríel Kristinn Bjarnason landsliðskokkur sviptir hulunni af matarvenjum sínum og segist meðal annars vera fíkill í grænan kristal. mbl.is/Árni Sæberg

Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son landsliðskokk­ur sviptir hulunni af matarvenjum sínum að þessu sinni. Gabríel stendur í ströngu þessa dagana með íslenska kokkalandsliðinu sem æfir nú að fullu krafti fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Stuttgart í febrúar á næsta ári. Gabrí­el hef­ur haft ástríðu fyr­ir mat­ar­gerð frá barns­aldri og nýt­ur þess að mat­reiða og nostra við mat­ar­gesti auk þess hann er mikill keppnismaður.

„Þessa dagana er það matargerðin sem á hug minn allan og æfingarnar með landsliðinu en við ætlum okkur stóra hluti á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ segir Gabríel sem er einmitt að þjóta á æfingakeyrslu hjá kokkalandsliðinu. 

Hvað færðu þér í morgunmat?

Er einn af þessum sem tekur bara einn kaffi í morgunmat áður en ég byrja daginn, ekkert að flækja það meira.“ 

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Þegar maður vinnur á veitingastað er erfitt að halda uppi máltíðum. Þannig að ég reyni að taka eitthvað einfalt yfir daginn, til dæmis eins og grænan þeyting og skyr. Síðan gerum við starfsmannamat um fjögurleytið og það eru oftast góðar máltíðir.“

Fíkill í grænan kristal

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

Er fíkill í grænan kristall í dós þannig að ég þarf alltaf að eiga nokkrar svoleiðis í ísskápnum. Síðan er alltaf til Bónda-brie ost og chili-túnfisksalat, ég vinn flest öll kvöld þannig það er lítið um mat í ísskápnum. Þegar ég fæ frí þá reyni ég að fara bara út að borða í stað þess að elda heima.“ 

Uppáhaldsgrillmaturinn þinn?

Mitt go to er ávallt lambakonfekt, rösti-kartöflur og hvítlaukssósa en ef það á að vera létt er geggjað að fá sér grillaða rauðsprettu með brúnuðu smjöri og fersku grænmeti. 

Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?

Er mikið búinn að vera vinna með OTO hjá Sigga Lauf og Sumac en svo er Vox ávallt klassík.“

Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á bucket-listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?

Er búinn að heyra mikið um St.Johns í London undanfarið þannig ætli ég fari ekki þangað næst.“ 

Matarupplifunin á Septime í París stendur upp úr

Hvaða matarupplifun stendur upp úr í lífi þínu?

Septime í París, það er vinsælasti staðurinn í París þessa dagana og er ómögulegt að fá borð en einhvern veginn hef ég slysast til að borða þar tvisvar, alltaf geðveikt.“

Hvað er það versta sem þú hefur bragðað?

Væri til í að þetta væri lygi en kæsta skatan er eitthvað sem ég mun aldrei geta borðað, því miður.“ 

Uppáhaldskokkurinn þinn?

Ludo Lefebvre og Matty Matheson deila því saman að vera uppáhaldskokkarnir mínir.“

Uppáhaldsdrykkurinn þinn?

„Grænn kristall í dós en þegar ég er er að skemmta mér er það Bombay gin og tonic.“

Ertu góður kokkur?

, ætli það ekki, bernaise-sinn splittar sjaldan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert