Hér er á ferðinni ótrúlega góð uppskrift að bragðmikilli bleikju. Auk þess rétturinn er hollur sem tikkar í öll boxin hvað varðar góða næringu. Best er að útbúa maríneringuna með smá fyrirvara og leyfa bleikjunni að draga hana vel í sig. Ef þið náið að láta bleikjuna liggja í maríneringunni í klukkutíma þá dugar það vel. Uppskriftin kemur úr smiðju Lindu Ben uppskriftahöfunds og mælir hún með því að bera bleikjuna fram quinoa og agúrkusósu sem passar ákaflega vel með bleikjunni.
Maríneruð bleikja
- 1 kg bleika
- ½ dl soja sósa með litlu salti
- 2 msk. hunang
- 1 msk. hvítt miso mauk (white miso paste)
- 1 msk. ólífu olía
- 4 hvítlauksgeirar
- safi úr 1 lime
- 2 dl quinoa
- 4 dl vatn
Agúrkusalatsósa
- 1 agúrka
- 1 dl grískt jógúrt frá Örnu mjólkurvörum
- Safi og börkur af ½ lime
- 1 msk. hunang
- Salt og pipar
- Smá graslaukur (má sleppa)
Aðferð:
- Setjið soja sósu, hunang, hvítt miso mauk, ólífuolíu, lime safa og pressaða hvítlauksgeira í skál og hrærið saman.
- Setjið bleikjuflökin í eldfast mót og hellið maríneringunni yfir.
- Snúið flökunum svo öfugt þannig að maríneringin drekkist inn í bleikjuna.
- Látið standa í a.m.k. 20 mínútur.
- Kveikið á ofninum, stillið á 200°C.
- Setjið quinoað í fínt sigti og skolið það vel.
- Setjið það svo í pott ásamt 4 dl af vatni.
- Sjóðið þar til tilbúið um það bil 15 mínútur, þið finnið að það er alveg mjúkt og meira fluffí.
- Á meðan quinoað er að sjóða, snúið bleikjuflökunum aftur við þannig að roðið snúi niður. Setjið inn í ofn og bakið í um það bil 20 mínútur.
- Á meðan bleikjan er inn í ofni, skerið þá agúrkuna í sneiðar. Í aðra skál blandið saman grísku jógúrti, lime safa og berki, hunangi og blandið saman, kryddið með salti og pipar.
- Berið fram allt saman og skerið smá graslauk niður ef þið viljið og dreifið yfir.