Hryllir við tilhugsunina að borða hrogn

Sylvía Haukdal elskar allt sem tengist mat og bakstri og …
Sylvía Haukdal elskar allt sem tengist mat og bakstri og segir að sín hugleiðsla sá að elda og baka. Ljósmynd/Sylvía Haukdal

Sylvía Haukdal sælkeri og annar eigandi af 17 Sortum og og elskar allt tengt bakstri og mat. Hún ljóstrar hér upp sínum matarvenjum og fjölskyldunnar.

„Mín hugleiðsla er að baka og elda. Það er ekkert mjög langt síðan að ég fékk hugrekki í að prófa mig áfram í eldamennsku sem er manninum mínum að þakka þar sem hann hvatti mig áfram og kenndi mér. Ég elda hins vegar ekki oft kjúklingabringur heilar þar sem ég er ekki alveg með það á hreinu hvenær þær breytast hreinlega í skósóla,“ segir Sylvía og hlær.

„Ég er ein af þeim sem hugtakið „hungruð“ á vel við en það er mjög auðvelt að sjá hvenær ég er orðin of svöng, þá lækka augabrúnirnar svolítið mikið og ég á það til að verða mjög þögul. Ég elska að prófa nýja veitingarstaði þá sérstaklega þegar við förum til útlanda.
Á Instagram hef ég verið duglega að setja inn myndbönd með uppskriftum bæði af bakstri og eldamennsku fyrir þá sem finnst gaman að prófa eitthvað nýtt. Við erum mjög heppin með það að börnin okkar borða mjög fjölbreyttan mat og elska til dæmis sushi, þegar þær mega velja stað til að borða er það alltaf valið þeirra. Sú yngri var rétt orðin árs þegar hún fór að stelast í laxatarta hjá mér og fela sig með boxið inn í herbergi.“
 

Kjötsúpan hennar mömmu eitt af því besta

Sylvía er líka mjög hrifin af ekta íslenskum mat þar sem einfaldleikinn er í forgrunni. „Ég á það til að vera frekar gamaldags líka hvað varðar mat og finnst til dæmis soðið slátur með jafningi og kartöflum, heitt hangibein, saltkjöt og baunir,  soðnar kjötfarsbollur með káli finnst mér rosalega gott. Kjötsúpan hennar mömmu eitt af því besta sem ég veit.“ 

Cherrios í morgunmat

Hvað færðu þér í morgunmat?

„Ég fæ mér alltaf Cheerios með Fjörmjólk, einstaka sinnum geri ég hafragraut.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Það er svolítið misjafnt, ég á það til að gleyma mér þegar það er mikið að gera en venjulega er ég að borða hrökkbrauð, harðfisk með smjöri, hleðslu, skyr, hnetur eða ávexti á milli mála þegar ég man eftir því. Nema í kringum jólin þá elska ég að stelast í söruskeljar þegar þær koma úr ofninum í bakaríinu.“

Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?
„Mér finnst það ómissandi þegar ég hef tíma, ég er smá týpan sem á eftir með að taka pásu í vinnunni og setjast niður að borða. En þegar það er nægur tími er það ómissandi og gerir daginn betri.“
 

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

Skyrskvísur, Fjörmjólk, jarðarberja AB-mjólk, smjör og harðfisksbita.“

Uppáhaldsgrillmaturinn þinn?
„Grilluð bleikja er algjörlega uppáhalds.“
 

Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?
„Það er mjög misjafnt, okkur þykir sushi mjög gott til dæmis. En svo eru svo margir góðir veitingastaðir á Íslandi og gaman að fara á þá og gera vel við sig. Til dæmis Punk, Sushi Social, Tres Locos og fleiri. Ef ég væri að leita mér að aðkeyptan mat til að taka heim þá væri það „pad thai“ eða núðlusúpan á „Pad thai noodles“ í Álfheimum.“

Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á bucket-listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?
„Það er kannski enginn svona sérstakur sem ég á efir að fara á en í algjöru uppáhaldi er ROKA í London og svo er Nobu líka í uppáhaldi.“

ROKA í London stendur upp úr

Hvaða matarupplifun stendur upp úr í lífi þínu?
„Við fórum til London 2021 með vinum okkar og fórum í smakkseðil á ROKA, það stendur mest upp úr.“

Hvað er það versta sem þú hefur bragðað?
„Soðin hrogn og lifur er það versta sem ég veit, hryllir við tilhugsunina.“
 

Uppáhaldskokkurinn þinn?

„Klárlega maðurinn minn, hann gerir allt gott. Risotto-ið hans er það besta sem ég veit, verð alltaf fyrir vonbrigðum með risotto á veitingastöðum því það er aldrei eins gott og hans.
Svo gerir mamma mín bestu kjötsúpu í heimi.“
 

Uppáhaldsdrykkurinn þinn?
Nocco sennilega og kaffi , áfengur drykkur er hvítvín.“

Ertu góður kokkur?

„Já, ég held ég sé alveg að komast þangað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert