Æðislegur rækjukokteill Nönnu

Æðislegir rækjukokteilar úr smiðju Nönnu Rögnvaldar.
Æðislegir rækjukokteilar úr smiðju Nönnu Rögnvaldar. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldardóttir

Þessi rækjukokteill er algjört æði og kemur úr smiðju Nönnu Rögnvaldar matreiðslubókahöfundar sem allir ættu að þekkja en hún hefur gefið út fjölda matreiðslubóka, meðal annars bókina Matarást.

Einnig heldur hún úti skemmtilegri uppskriftasíðu sem ber heitið Konan sem kyndir ofninn sinn. Nanna kallar þennan rækjukokteill, retro rækjukokteil eða ekki, þar sem hann er ekki með hinni klassísku kokteilsósu.

Klassíski rækjukokteillinn hér á landi er yfirleitt framreiddur með kokteilsósu en Nanna er ekki mikið fyrir kokteilsósu að eigin sögn og útbjó því þessa dásamlegu kryddjurtasósu sem bragðast mjög vel með rækjunum.

Hér er kominn forréttur helgarinnar og njótið vel.

Kryddjurtakokteilsósa Nönnu lítur vel út.
Kryddjurtakokteilsósa Nönnu lítur vel út. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldardóttir

Rækjukokteill með kryddjurtasósu

  • 125 g rækjur, látið þiðna í sigti 
  • 1 vel þroskað mangó
  • 6-8 kirsuberjatómatar
  • lófafylli af salatblöðum  

Aðferð:

  1. Þerrið rækjurnar og setjið í skál.
  2. Flysj mangóið og skerið það, mest allt, niður í litla teninga.
  3. Skerið 6-8 litla kirsuberjatómata í fjórðunga.
  4. Saxið lófafylli af salatblöndu að eigin vali og blandaði þessu öllu saman.
  5. Setjið síðan rækjukokkteilinn í falleg glös, til dæmis í falleg hanastélsglös.
  6. Geymið í kæli þar til bera á kokkteilinn fram.
  7. Setjið þá ögn af kryddjurtasósunni ofan á hvert glas og setjið síðan restina af sósunni í fallegt glas eða skál og berið fram með rækjukokkteilnum.

Kryddjurtakokteilsósa

  • 150-200 ml hreint skyr
  • 1 lítil lárpera, vel þroskuð, afhýði og steinhreinsið 
  • Lófafylli af steinselju, smátt söxuð 
  • Lófafylli af basilíku blöðum, smátt söxuð
  • 2 vorlaukar, smátt saxaðir
  • 1/4 sítróna 
  • 1 tsk. worchestersósa 
  • Cayennepipar á hnífsoddi
  • Pipar og salt eftir smekk

Aðferð: 

  1. Byrjið á því að útbúa kryddjurtasósuna og takið skyr, eina litla lárperu, lófafylli af flatblaða steinselju og aðra af basilíku, tvo vorlauka, fjórðung úr sítrónu, teskeið af worchestersósu, pipar og salt og setjið í blandara.
  2. Blandið vel saman.
  3. Bætið við ögn af cayennepipar.
  4. Bætið síðan við tveimur vel kúfuðum matskeiðum af skyri (um 150-200 ml), safanum úr sítrónunni, worchestersósunni, pipar og salti og maukaði þetta allt vel saman.
  5. Smakkaði til og bætið við kryddi ef þurfa þykir.
  6. Ef sósan er of þykk er lag að bæta við hana vænni skvettu af ísköldu vatni.
  7. Þegar sósan er tilbúin setjið þið hana inn í kæli þar rækjukokkteillinn verður tilbúinn og borinn fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert