Þessir ketó klattar eru hreint sælgæti að njóta og auk þess fullir af orku og næringu. Í uppskriftinni eru engir hafrar og ekkert hveiti, einungis hnetur og fræ í grunninn. Heiðurinn af uppskriftinni á Helga Gabríela Sigurðardóttir matreiðslumaður og þessa uppskrift gerði hún með syni sínum á dögunum. Mæðginin nutu stundarinnar í botn eins og sjá má á Instagraminu hennar Helgu Gabríelu.
Ketó klattar Helgu Gabríelu
- 250 g lífrænar hnetur
- 30 g graskersfræ
- 30 g hampfræ
- 30 g kókosflögur
- 2 msk. möndlusmjör
- 2 msk. hunang/kókossykur
- 1 egg
- 1 tsk. vanilla
- 1/3 bolli þurrkuð trönuber eða dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Byrjið á því að mylja hneturnar gróft niður í matvinnsluvél.
- Bætið við fræjum og kókosflögum saman við og blandað vel saman.
- Setjið síðan restin af hráefnunum saman við og hrærið vel saman við.
- Pressið síðan niður í form með smjörpappír undir.
- Bakið við 180°C í um það bil 15 mínútur.
- Látið kólna og skerið niður í bita.
- Mjög gott að mylja líka klattana út á grísku jógúrtina og drissla með smá hráu hunangi.
- Best geymdir í lokuðu íláti inni í kæli.