Mæðgin gerðu saman ketó klatta

Helga Gabríela bakaði ljúffenga ketó klatta með syninum á dögunum …
Helga Gabríela bakaði ljúffenga ketó klatta með syninum á dögunum og áttu mæðginin góða stund saman. Samsett mynd

Þess­ir ketó klatt­ar eru hreint sæl­gæti að njóta og auk þess full­ir af orku og nær­ingu. Í upp­skrift­inni eru eng­ir hafr­ar og ekk­ert hveiti, ein­ung­is hnet­ur og fræ í grunn­inn. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Helga Gabrí­ela Sig­urðardótt­ir mat­reiðslumaður og þessa upp­skrift gerði hún með syni sín­um á dög­un­um. Mæðgin­in nutu stund­ar­inn­ar í botn eins og sjá má á In­sta­gram­inu henn­ar Helgu Gabrí­elu.

Mæðgin gerðu saman ketó klatta

Vista Prenta

Ketó klatt­ar Helgu Gabrí­elu

  • 250 g líf­ræn­ar hnet­ur
  • 30 g graskers­fræ
  • 30 g hamp­fræ
  • 30 g kó­kos­flög­ur
  • 2 msk. möndl­u­smjör
  • 2 msk. hun­ang/​kó­kossyk­ur
  • 1 egg
  • 1 tsk. vanilla
  • 1/​3 bolli þurrkuð trönu­ber eða dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að mylja hnet­urn­ar gróft niður í mat­vinnslu­vél.
  2. Bætið við fræj­um og kó­kos­flög­um sam­an við og blandað vel sam­an.
  3. Setjið síðan rest­in af hrá­efn­un­um sam­an við og hrærið vel sam­an við.
  4. Pressið síðan niður í form með smjörpapp­ír und­ir.
  5. Bak við 180°C í um það bil 15 mínútur.
  6. Látið kólna og skerið niður í bita.
  7. Mjög gott að mylja líka klatt­ana út á grísku jóg­úrt­ina og drissla með smá hráu hun­angi.
  8. Best geymd­ir í lokuðu íláti inni í kæli.
Prenta
View this post on In­sta­gram

A post shared by H E L G A G A B R Í E L A (@helgaga­briela)

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert