Eftir átveislu helgarinnar er ekkert betra en að fá góðan ofnbakaðan lax í upphafi nýrrar viku. Hér er uppskrift af saðsömum og góðum ofnbökuðum lax sem klikkar seint.
Ofnbakaður lax
Fyrir 2-3
- 4 laxasneiðar (125 g hver)
- 2 laukar, skornir í sneiðar
- 1 hvítlaukur (úr körfunum), smátt skorinn
- 1 búnt fersk steinselja, smátt skorin
- ¼ búnt ferskt kóríander
- 2-3 lárviðarlauf
- 2 rauðar paprikur, skornar í sneiðar
- Safi úr ½ sítrónu
- 2 tsk oreganó
- 5 dl fiskisoð
- 1 dl þurrt hvítvín ef vill (má sleppa)
- 1-2 tsk. ólífuolíu
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn í 200°C hita.
- Penslið eldfast mót með ólífuolíu og leggið laxastykkin ofan á.
- Skerið laukana og hvítlauk.
- Dreifið laukunum, hvítlauk, steinselju, kóríander, papriku og lárviðarlaufum yfir laxinn.
- Blandið saman sítrónusafa, oreganó, fisksoði og hvítvíni (ef vill) og hellið varlega yfir laxinn þannig að fyllingin haldist ofan á laxinum.
- Setjið fatið með laxinum inn í ofn í neðstu grindina og bakið við 200°C hita í um það bil 30 mínútur.
- Laxinn á að fá gullna og fallega áferð.
- Berið fram með hrísgrjónum og því sem hugurinn girnist.