Vissir þú þetta um íslenskar kartöflur?

Íslenskar rauðar kartöfur eru einstaklega bragðgóðar og hafa gott geymsluþol.
Íslenskar rauðar kartöfur eru einstaklega bragðgóðar og hafa gott geymsluþol. Samsett mynd

Ný upp­skera af græn­meti og kart­öfl­um gleður ávallt lands­menn. Lands­menn eru svo heppn­ir að ís­lensk­ar kart­öfl­ur eru bæði bragðgóðar og nær­ing­ar­rík­ar. Á vef Sölu­fé­lags garðyrkju­manna kem­ur fram að neysla kart­aflna hef­ur minnkað frá því hún var mest en samt borðum við að meðaltali 28 kíló á ári sem er tölu­vert magn.

Nær­ing­ar­rík­ast að sjóða kart­öfl­urn­ar með hýðinu

Kart­öfl­ur eru með mik­il­væg­ustu upp­sprett­um B- og C-víta­míns í fæðunni. Einnig inni­halda kart­öfl­ur járn, kalk, fos­fór og trefjar. Í þeim er mik­ill mjölvi sem ger­ir þær mett­andi þó þær séu ekki mjög hita­ein­inga­rík­ar. Æskilegt er að sjóða kart­öfl­ur með hýðinu, ann­ars tap­ast mikið af nær­ing­ar­efn­um út í suðuvatnið. Séu þær af­hýdd­ar fyr­ir suðu ber að nota eins lítið vatn við suðuna og kost­ur er og nota síðan vatnið í sós­ur eða til brauðgerðar til að nýta nær­ing­ar­efn­in sem skol­ast hafa út.

Gullauga al­geng­ast­ar

Aðstæður til kart­öflu­rækt­un­ar eru yf­ir­leitt góðar hér á landi en það geta verið sveifl­ur í upp­sker­unni eft­ir tíðarfari en kart­öfl­ur (Sol­an­um tuberos­um) hafa verið í rækt­un á Íslandi í um 250 ár. Ísland er á norður­mörk­um rækt­un­ar­svæðis kart­aflna og þess vegna er mik­il sveifla í upp­sker­unni eft­ir tíðarfari. Al­geng­ustu af­brigði í rækt­un eru Gullauga, Rauðar ís­lensk­ar og Premier. Premier er fljót­vaxið af­brigði, Gullauga miðlungi fljót­vaxið en Rauðar eru sein­ar. Eins og fram kem­ur í pistl­in­um um kart­öfl­ur á vef Sölu­fé­lags garðyrkju­manna hér­lend­is er það frek­ar regla en und­an­tekn­ing að láta útsæði í for­spírun.

Vegna lágs meðal­hita sum­ars­ins og stutts vaxt­ar­tíma er for­spírun nauðsyn­leg til að Gullauga og Rauðar ís­lenska nái viðun­andi þroska í meðalári. Vaxt­ar­tím­inn er nógu lang­ur fyr­ir snemm­sprott­in af­brigði án for­spírun­ar en kost­ur­inn við for­spírun á þeim er að unnt er að taka upp í sum­arsölu. Tölu­vert er um að setja dúk (plast- eða trefja­dúk) yfir garðinn eft­ir niður­setn­ingu og hann lát­inn vera á þar til grös eru kom­in vel upp. Fyr­ir upp­töku er mik­il­vægt að kart­öfl­urn­ar séu bún­ar að þroska gott hýði því þannig geym­ast þær bet­ur. Kjör­hita­stig í geymslu er um 4°C

Hvernig er best að geyma kart­öfl­ur?

Kart­öfl­ur á að geyma við 4-6°C og mik­inn raka en við slík skil­yrði geym­ast þær í allt að 6 mánuði án þess að dragi úr gæðum sem er mik­ill kost­ur. Lofta þarf vel um kart­öfl­urn­ar þar sem þær eru geymd­ar, þó má kald­ur dragsúg­ur ekki leika um þær. Kart­öfl­ur mega ekki vera í birtu, þá mynd­ast í þeim sól­an­in og hníðin verða græn. Á heim­il­um er best að geyma kart­öfl­ur í ís­skápn­um en passa að það lofti vel um þær, svo vert er að hafa það í huga. 

Má frysta kart­öfl­ur?

Hægt er að frysta for­soðnar kart­öfl­ur í sneiðum eða sem stöppu, en þar sem kart­öfl­ur eru fá­an­leg­ar allt árið á lágu verði og fersk­ar kart­öfl­ur eru mun bragðbetri en fryst­ar, þá er lít­il ástæða til að frysta þær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert