Nú styttist óðum í fyrsta vetrardag og þá kólnar iðulega í veðri. Þá er ekkert betra en að ylja sér við ljúffengar og matarmiklar súpur, þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín.
Sigríður Björk Bragadóttir matgæðingur og einn eiganda Salt Eldhús, ávallt kölluð Sirrý, er sérfræðingur í því að galdra fram ljúffengar kræsingar og sérstaklega franskan mat eins og hann gerist bestur. Hún er þekkt fyrir lauksúpuna sína eins og marga aðra góða franska rétti sem hún lagar meistaralega vel. Hún deilir hér með lesendum matarvefsins sinni frægu lauksúpu sem á vel við í vetur og vert er að laga og njóta í góðum félagsskap. Að mati Sirrýjar er þetta drottning allra súpa, sú allra besta.
„Franska lauksúpan á sér langa sögu. Uppruni hennar er sennilega frá tímum Rómverja. Þeir suðu lauk, sem allir gátu ræktað, og vatn saman og þótti þetta vera mettandi fátækramannamatur. Frakkar þróuðu síðan snemma uppskriftina og bættu brauði og glóðuðum osti ofan á og varð þetta vinsæll matur þar í landi. Súpan komst síðan mjög í tísku í Ameríku um 1960 þegar franska matarmenningin varð vinsæl vestra og hefur Julia Child átt þar stóran þátt. Frakkar nota gjarnan hvítvín í súpuna eða jafnvel Calvados í héruðum þar sem það er búið til. Mér finnst hins vegar gott að setja svolítið púrtvín í súpuna. Þetta er sígild súpa, algjör drottning að mínu mati en eins góð og hráefnið sem fer í hana, eins og allt annað. Gott soð, smá vín, vel af pipar, gott súrdeigsbrauð og góður ostur ofan á eins og t.d. Ísbúi gerir þessa súpu vel hæfa í matarboðið,“ segir Sirrý sem veit fátt skemmtilegra en að elska franska rétti sem gleðja matarhjartað.
Frönsk lauksúpa
Fyrir 6-8
Aðferð: