Fylltar bleikar marengsskálar að hætti Sylvíu

Marengsskálar fylltar með súkkulaði ganache gerðu úr lakkríssúkkulaðið frá Omnom, …
Marengsskálar fylltar með súkkulaði ganache gerðu úr lakkríssúkkulaðið frá Omnom, með jarðarberjum og þeyttum rjóma. Ljósmynd/Sylvía Haukdal

Í til­efni þess að bleiki dag­ur­inn er fram und­an á föstu­dag­inn næst­kom­andi verða birt­ar út vik­una ein upp­skrift á dag með bleiku þema og stund­um fleiri. Þetta er hvatn­ing til les­enda til að standa fyr­ir bleiku kaffi­hlaðborði eða bleik­um kræs­ing­um föstu­dag­inn 20. októ­ber svo að all­ar konur sem greinst hafa með krabba­mein finni fyrir stuðningi lands­manna og sam­stöðu. 

Bleikar marengsskálar með uppáhaldssúkkulaðinu

Sylvía Haukdal sælkeri og annar eigenda kökubúðarinnar 17 Sortir mun standa vaktina ásamt teyminu hjá 17 Sortum og baka bleikar kræsingar fyrir bleika daginn fyrir viðskiptavini sem verða til sölu í Hagkaup. Hún ætlar líka að taka þátt í deginum og baka ljúffengar fylltar marengsskálar sem smellpassa á bleikt hlaðborð hvar og hvenær sem er. Hægt að gera fullt af guðdómlega góðum útfærslum með þessar skálar

Ég ætla að fylla þær með súkkulaði ganache gerðu úr mínu uppáhaldssúkkulaði sem er lakkríssúkkulaðið frá Omnom, jarðarberjum sem koma með ferskleikann í réttinn og svo auðvitað þeyttum rjóma. Marengsskálarnar skreyti ég hugsanlega með jarðarberjum, bláberjum, brúðarslöri og öðrum skemmtilegum blómum,“ segir Sylvía sem finnst mikilvægt að sýna málstaðnum stuðning með því að taka þátt í bleika deginum. 

Fylltar marengsskálar að hætti Sylvíu

Marengsskálar

  • 150 g eggjahvítur, við stofuhita
  • 300 g sykur
  • Bleikur matarlitur eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C.
  2. Dreifið úr sykrinum á bökunarpappír og setjið á ofnplötu.
  3. Sykurinn fer inn í ofn í 8-10 mínútur eða þar til sykurinn byrjar aðeins að bráðna á köntunum.
  4. Þegar um það bil mínúta er eftir af sykrinum í ofninum byrjum við að þeyta eggjahvíturnar í hrærivél.
  5. Næst bætið þið við heitum sykrinum 1-2 matskeið í einu út í eggjahvíturnar meðan hrærivélin þeytir blönduna.
  6. Þegar allur sykurinn er kominn út í fer matarlitur í blönduna ef þið viljið hafa skálarnar í bleikum lit.
  7. Sprautið síðan marengsnum á bökunarpappír og formið eins og skálar, ég notaði stút nr. 2D. Byrj á því að sprauta rós og farið svo 2-3 umferðir með fram köntunum ofan á rósinni.
  8. Setjið síðan skálarnar inn í ofn 95°C heitan ofn í um það bil 1 klukkustund og 15 mínútur.
  9. Takið út og látið kólna.

Súkkulaði ganache

  • 90 g Omnom lakkríssúkkulaði
  • 45 g rjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að saxa súkkulaðið.
  2. Setjið svo við rjómann í pott og hitið upp að suðu.
  3. Hellið næst rjómanum yfir súkkulaðið, leyfið að bíða í 2-3 mínútur og hrærið svo vel saman.
  4. Leyfið blöndunni að kólna og þykkna.

Fylling

  • 250 ml rjómi, þeyttur
  • 10 stk. jarðarber 

Aðferð og samsetning

  1. Setjið fyrst 1-2 teskeiðar af súkkulaði ganache í skálarnar.
  2. Sker síðan jarðarber í litla bita og setj ofan á.
  3. Þeytið síðan rjómann og spraut ofan á eins og ykkur finnst fallegast.
  4. Að lokum skreytið þið skálarnar eftir smekk. Ég notaði bláber, jarðarber og fersk blóm.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert