Húsó-grjónagrauturinn, krækiberjasaft og lifrarpylsa

Hinn klassíski Húsó-grjónagrauturinn og krækiberjasaft er hinn fullkomni vetrarréttur og …
Hinn klassíski Húsó-grjónagrauturinn og krækiberjasaft er hinn fullkomni vetrarréttur og gott að borða lifrarpylsu með. mbl.is/Árni Sæberg

Fast­ur liður á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru Húsó-upp­skrift­irn­ar sem koma úr hinu leynd­ar­dóms­fulla eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu. Nú er það Húsó-grjónagrauturinn með krækiberjasaft og lifrarpylsu sem allir eru sólgnir í. Skóla­meist­ar­inn Marta María Arn­ars­dótt­ir segir að þessi grjónagrautur slái ávallt í gegn og hann hafi fylgt skólanum í áranna rás. Meira segja taka nemendur slátrið sjálfir eins og fram hefur komið á matarvefnum. Þetta er ekta vetrarréttur sem minnir á gamla tímann og gott er að njóta meðan vetur konungur blæs fyrir utan gluggann.

Hér er uppskriftin að grjónagrautnum komin ásamt krækiberjasaftinu og svo fylgir líka uppskrift að slátrinu góða.

Húsó-grjónagrautur og krækiberjasaft

Hrísgrjónagrautur

  • 2 ½ dl vatn
  • 1 dl hrísgrjón
  • 6 dl mjólk
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Sjóðið grjónin í vatninu í 10 mínútur eða þar til vatnið er „horfið”.
  2. Sjóðið áfram með mjólkinni í 20-30 mínútur, eftir smekk – hve þykkan graut þið viljið hafa. Saltið grautinn í lokin. Berið fram til dæmis með rúsínum, kanilsykri, mjólk og krækiberjasaft.

Krækiberjasaft

  • 1 l krækiberjasaft
  • 750 g sykur
  • 1 tsk. sítrónusafi

Aðferð:

  1. Hakkið krækiber í hakkavél og pressið safann í gegnum sigti og úr verður krækiberjasaft.
  2. Hitið saft og sykur að suðu.
  3. Blandið sítrónusafa út í og setjið í hreinar, heitar flöskur og lokið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert