Sigurður fyrstur manna tekinn inn í frægðarhöll bakara

Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands íslenskra bakara fyrstur manna tekinn …
Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands íslenskra bakara fyrstur manna tekinn inn í nýja frægðarhöll bakara og kökugerðarmanna og sæmdur heiðursmerki númer 1 á IBA bakarasýningunni í München. Samsett mynd

Í gærkvöldi var Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands íslenskra bakara fyrstur manna tekinn inn í nýja frægðarhöll bakara og kökugerðarmanna og sæmdur heiðursmerki númer 1 á IBA bakarasýningunni í München.

Nýtt heiðursstig stofnað og kynnt

Á heimsþingi UIBC -Alþjóða samtaka bakara og konditora í Reykjavík 10. september árið 2022 var kynnt og stofnað nýtt heiðursstig „UIBC SELECT CLUB“ eða klúbbur hinna útvöldu sem er alþjóðleg frægðarhöll bakara og kökugerðarmanna.

Merkii hins nýja klúbbs sem og heiðursmerki sem Sigurður hannaði …
Merkii hins nýja klúbbs sem og heiðursmerki sem Sigurður hannaði og vann í samstarfi við José Miguel PECOS sem er konunglegur gullsmiður Spánar.

Konunglegur gullsmiður Spánar

Þetta stendur Sigurði sérstaklega nærri því um miðjan júlí hafði árið 2023 hafði öll vinna dregist og hafði ekkert þokast hjá þeim sem höfðu tekið þetta að sér og var því Sigurður Már fenginn til að koma klúbbnum á laggirnar og hanna alla umgjörð. Vann Sigurður lög og allar reglur og jafnframt hannaði Sigurður merki hins nýja klúbbs sem og heiðursmerki sem hann vann í samstarfi við José Miguel PECOS sem er konunglegur gullsmiður Spánar en hann smíðar merkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka