Þessi samloka er tryllingslega góð og miklu meira enn það. Hún er meira segja geggjuð morgunverðarsamloka. Þessi kemur úr smiðju samfélagsmiðlastjörnunnar Alina Prokuda sem hefur farið á kostum undanfarið. Ég er búin að prófa þessa og hún tikkar í öll box. Þið verðið að taka slaginn og prófa þessa.
Rjómalöguð steikarsamloka að betri gerðinni
Samloka
- Steik eftir smekk (Ribeye, Sirloin eða uppáhalds steikin þín)
- Ferskar kryddjurtir eftir smekk, timian og rósmarín
- Ferskur hvítlaukur, eftir smekk
- Reykt salt og pipar eftir smekk
- Fjölkornabrauð, Ciabatta eða súrdeigsbrauð eftir smekk)
- 2-3 sneiðar raclette-ostur.
- Ferskt klettasalat
Aðferð:
- Látið steikina standa við stofuhita (20-30 mínútur). Kryddið báðar hliðar.
- Eldið steik upp úr olíu, smjöri, kryddjurtum, hvítlauk (3-5 mínútur hvor hlið).
- Hvíldu steikina í nokkrar mínútur.
- Skerið steikina eftir smekk.
- Ristið og smyrjið brauðið sem þið kjósið með smjöri.
- Setjið saman steikarsamlokuna með sveppasósunni, klettasalatinu, steikinni og bræðið ost yfir steikina, með brennara ef þið eigið hann til, og setjið svo lokið af brauðinu yfir.
Sveppasósan
- 2 bollar kastaníusveppir, skornir í sneiðar.
- 3 meðalstórir skalotlaukar, þunnar sneiðar
- 1 bolli rjómi
- 2 msk. Worcestershire sósa
- ½ bolli af rauðvíni
- 2 msk. hveiti
- 2 msk. ósaltað smjör
- Salt og pipar, eftir smekk
- Ferskar kryddjurtir, til dæmis steinselja og/eða timian
Aðferð:
- Byrjið á því að skola og sneiða sveppina og skalotlaukana.
- Steikið skalotlaukana í ólífuolíu eða smjöri þar til hann er hálfgagnsær, í um það bil 2-3 mínútur.
- Bætið við sveppum, salti og pipar eftir smekk.
- Eldið þar til það hefur brúnast, um það bil 5-7 mínútur.
- Hrærið 2 matskeiðum af hveiti út í.
- Bætið við rauðvíni, skafið pönnuna.
- Minnkið um helming, eftir um það bil 3-4 mínútur.
- Bætið við 2 matskeiðum af Worcestershire-sósu.
- Hrærið rjómanum saman við.
- Látið malla þar til það þykknar
- Þynnið með víni og/eða soði ef þess þarf.
- Bætið við kryddi eftir smekk og takið síðan pönnuna af hitanum.