Rjómalöguð steikarsamloka með sveppum

Þessi steikarsamloka kemur úr smiðju samfélagsmiðlastjörnunnar Alina Prokuda og er …
Þessi steikarsamloka kemur úr smiðju samfélagsmiðlastjörnunnar Alina Prokuda og er syndsamleg góð. Samsett mynd

Þessi samloka er tryllingslega góð og miklu meira enn það. Hún er meira segja geggjuð morgunverðarsamloka. Þessi kemur úr smiðju samfélagsmiðlastjörnunnar Alina Prokuda sem hefur farið á kostum undanfarið. Ég er búin að prófa þessa og hún tikkar í öll box. Þið verðið að taka slaginn og prófa þessa.

Rjómalöguð steikarsamloka að betri gerðinni

Samloka 

  • Steik eftir smekk (Ribeye, Sirloin eða uppáhalds steikin þín)
  • Ferskar kryddjurtir eftir smekk, timian og rósmarín
  • Ferskur hvítlaukur, eftir smekk 
  • Reykt salt og pipar eftir smekk
  • Fjölkornabrauð, Ciabatta eða súrdeigsbrauð eftir smekk) 
  • 2-3 sneiðar raclette-ostur. 
  • Ferskt klettasalat 

Aðferð:

  1. Látið steikina standa við stofuhita (20-30 mínútur). Kryddið báðar hliðar. 
  2. Eldið steik upp úr olíu, smjöri, kryddjurtum, hvítlauk (3-5 mínútur hvor hlið).
  3. Hvíldu steikina í nokkrar mínútur. 
  4. Skerið steikina eftir smekk.
  5. Ristið og smyrjið brauðið sem þið kjósið með smjöri.
  6. Setjið saman steikarsamlokuna með sveppasósunni, klettasalatinu, steikinni og bræðið ost yfir steikina, með brennara ef þið eigið hann til, og setjið svo lokið af brauðinu yfir.

Sveppasósan 

  • 2 bollar kastaníusveppir, skornir í sneiðar.
  • 3 meðalstórir skalotlaukar, þunnar sneiðar
  • 1 bolli rjómi 
  • 2 msk. Worcestershire sósa
  • ½  bolli af rauðvíni
  • 2 msk. hveiti
  • 2 msk. ósaltað smjör
  • Salt og pipar, eftir smekk 
  • Ferskar kryddjurtir, til dæmis steinselja og/eða timian

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skola og sneiða sveppina og skalotlaukana.
  2. Steikið skalotlaukana í ólífuolíu eða smjöri þar til hann er hálfgagnsær, í um það bil 2-3 mínútur. 
  3. Bætið við sveppum, salti og pipar eftir smekk.
  4. Eldið þar til það hefur brúnast, um það bil 5-7 mínútur.
  5. Hrærið 2 matskeiðum af hveiti út í.
  6. Bætið við rauðvíni, skafið pönnuna.
  7. Minnk um helming, eftir um það bil 3-4 mínútur.
  8. Bætið við 2 matskeiðum af  Worcestershire-sósu.
  9. Hrærið rjómanum saman við.
  10. Látið malla þar til það þykknar
  11. Þynnið með víni og/eða soði ef þess þarf. 
  12. Bætið við kryddi eftir smekk og takið síðan pönnuna af hitanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert