Kjúklingaréttur í mexíkósósu sem bráðnar í munni

Þessi mexíkó kjúklingaréttur slær ávallt í gegn.
Þessi mexíkó kjúklingaréttur slær ávallt í gegn. Ljósmynd/Sjöfn

Þessi kjúklingaréttur er guðdómlega góður og slær ávallt í gegn. Í réttinn eru notuð úrbeinuð kjúklingalæri eru að mínu mati besti bitinn í rétt sem þennan, meyr og bragðgóð. Ostasósan er einstaklega góð og bráðnar í munni. Toppurinn eru svo muldu Doritos flögurnar sem koma með þessa krispí áferð á móti ostinum. Fullkominn réttur til að hefja helgina á og breyta til.

Kjúklingur í mexíkósósu

  • 6 úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1-2 msk. ólífuolía og/eða smjör
  • Krydd lífsins, kjúklingakrydd, eftir smekk
  • 1 krukka sterk salsa sósa
  • 1 box rjómaostur að eigin vali
  • 1 mexíkó ostur, smátt skorinn
  • 1 kjúklingateningur, leystur upp í vatni (1/2 dl)
  • ¼ dl rjómi
  • Svart Doritoz eftir smekk
  • 1 ½ dl rifinn mozzarella ostur
  • Ferskt kóríander, smátt saxað ef vill

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
  2. Hitið ólífuolíu og smjör á pönnu á meðalháum hita.
  3. Kryddið úrbeinuðu kjúklingalærin eftir smekk og steikið lærin upp úr smjöri og/eða ólífuolíu þangað til að þau hafa brúnast aðeins.
  4. Setjið síðan lærin í eldfast mót.
  5. Takið til pott og hellið salsa sósunni, mexíkóostinum, rjómaostinum, vatninu með uppleystum kjúklingatengnum og rjómanum út í.
  6. Bræðið saman við lágan hita.
  7. Upplagt að setja smá vatn í krukkuna sem salsa sósan var í og setja lokið á og hrista og hellið síðan vatninu út í ostablönduna.
  8. Hitið ostasósuna þar til mest allt innihaldið er bráðnað.
  9. Hellið ostablöndunni yfir kjúklingalærin og stráið rifna ostinum yfir.
  10. Takið nokkrar lúkur af svörtu Doritos og myljið yfir réttinn.
  11. Setjið réttinn inn í ofn og bakið í um það bil 20 mínútur eða þar til kjúklingarétturinn hefur fengið á sig fallegan lit og lyfta sér upp.
  12. Þegar kjúklingarétturinn er tilbúinn er gott að setja ferskt saxað kóríander yfir ef vill.
  13. Berið fram með grjónum, Doritos flögum og fersku salat eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert