Þessi ótrúlegi eftirréttur á þriggja Michelin-stjörnu veitingastaðnum El Celler De Can Roca á Spáni er með skemmtilega og áhugaverða framsetningu sem á sér fáa líka. Það má hreinlega líkja það við töfrum sem gerast þegar eftirrétturinn er borinn fram, einhvers konar froða svífur yfir réttinum sem mætti kalla sveppaský sem er líka ætilegt og bragðgott. Skýið svífur á einstakan hátt yfir disknum og það drýpur jafnframt úr skýinu. Þetta frábæra myndband af eftirréttinum kemur úr smiðju Daniel Greve.