Frækex með súkkulaði nýjasta afurð Kaju

Karen Jónsdóttir, sem er alla jafna kölluð Kaja, segir að …
Karen Jónsdóttir, sem er alla jafna kölluð Kaja, segir að þar sem hún er flytja inn 70% súkkulaði hafi veriðð kjörið að framleiða vörur sem innihéldu súkkulaðið enda meinhollt og gott. Samsett mynd

Frækexið með súkkulaði er það þriðja í röðinni hjá Kaju Organic. Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alla jafna kölluð, er konan bak við fyrirtækið Kaja Organic  á Akranesi og frumkvöðull á sínu sviði. Í dag framleiðir Kaja um 30 vörutegundir, allt lífrænt vottaðar sem framleiddar eru bæði til sölu í verslunum og til annarra, svo sem skóla og leikskóla. Sumar vörur eru árstíðabundnar og aðrar fara eingöngu í verslanir. Frækexin hafa notið mikilla vinsælda en ofur holl og passa vel með mörgu. 

Sælkerabakki með kræsingum og frækexi með súkkulaði sem er kærkomin …
Sælkerabakki með kræsingum og frækexi með súkkulaði sem er kærkomin nýjung hjá Kaju Organic. Ljósmynd/Kaja

70% súkkulaði í frækexinu

Frækex með er 70% súkkulaði og súkkulaðið tikkar vel inn og gefur frækexinu einstakt bragð. Aðspurð segist Kaja vera alsæl með viðbótina í frækexa flóruna sína. „Fyrir erum við með klassískt frækex og frækex með osti. Þar sem við vorum að byrja að flytja inn lífrænt 70% súkkulaði í stórum pakkningum þá var ekki annað hægt en að koma með vörur sem innihéldu súkkulaði,“ segir Kaja.

„Við erum líka með granóla múslí með súkkulaði og trönuberjum en það fór nýtt á markað í síðasta mánuði. Einnig fórum við að pakka 70% súkkulaði í litlar og fallegar öskjur en 70% súkkulaði er eitt af fjórum tegundum sem við bjóðum upp á þegar súkkulaði er annars vegar.“

Dökkt súkkulaði er súperfæða og það er því kærkomið fyrir súkkulaðiaðdáendur að geta fengið frækex með súkkulaði til krydda lífið og tilveruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert