Gratíneraður fiskur í karrísósu

Girnilegur fiskurinn í karrísósunni hjá Ingunni Mjöll.
Girnilegur fiskurinn í karrísósunni hjá Ingunni Mjöll. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Karrí og fiskur er góð blanda og hér uppskrift úr smiðju Ingunnar Mjallar af ljúffengum gratíneruðum fisk í karrísósu sem tekur stutta stund að elda. Ingunn Mjöll heldur úti heimasíðunni Íslandsmjöll þar sem hún deilir gjarnan uppskriftum af klassískum heimilismat sem auðvelt er að elda og innihalda fá hráefni. Réttirnir eru ekki bara bragðgóðir heldur líka hagkvæmir fyrir budduna.

Ég hef mjög gaman af því að setja saman allskonar hráefni í matargerð og prufa mig áfram. Sumir réttanna koma hérna inn en bara ef þeir slá í gegn og eru góðir. Þessi var virkilega góður og líka upphitaður í tvo daga á eftir,“ segir Ingunn Mjöll. 

Gratíneraður fiskur í karrísósu

  • 800 g ýsa eða þorskur
  • Fiskkrydd að eigin vali
  • ½ - 1 paprika
  • Blaðlaukur eftir smek
  • Hrísgrjón, soðin
  • 1 dós aspas
  • 2 pk Karrísósa frá Toro
  • Mozzarella ostur eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa Karrísósuna frá Toro eftir leiðbeiningunum á pakkanum, tvöfaldan skammt en sósan fer yfir fiskinn áður enn hann fer inn í ofn.
  2. Hitið ofninn í 180°C.
  3. Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita, renna að hafa þá jafnstóra.
  4. Setjið fiskbitana í eldfast form og kryddið til eftir smekk.
  5. Skerið papriku og blaðlauk niður og setjið ofan á fiskinn.
  6. Gott er að vera búin að sjóða hrísgrjónin áður, eins og 1 poka og bæta þeim svo ofan á líka.
  7. Því næst er aspasinum stráð jafnt yfir fiskbitana.
  8. Hellið sósunni yfir réttinn.
  9. Bætið að lokum Mozzarella ostinum yfir fiskinn og setjið réttinn inn í ofn í um það bil 25-30 mínútur.
  10. Berið réttinn fram með góðu rúgbrauði og smjöri ef vill. Hægt er að skreyta réttinn með ferskri steinselju ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert