Le Creuset potturinn ómissandi í eldhúsinu hennar Hildar

Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og fagurkeri með meiru elskar að hafa …
Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og fagurkeri með meiru elskar að hafa fallegt í kringum sig og þá er eldhúsið uppáhaldsstaðurinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hildur Gunnlaugsdóttir fagurkeri er einstaklega sniðug og hugmyndarík þegar kemur að því að stílsera heimilið og fleiri staði. Hún elskar að hafa fallegt kringum sig, sérstaklega þegar kemur að eldhúsinu og borðhaldi. Hildur er með eindæmum hæfileikarík og fer létt með að halda á mörgum boltum á lofti í einu.

Hún er arkitekt og umhverfisfræðingur, meðeigandi arkitektastofunnar Stúdíó Jæja. Síðan deilir hún ýmsu áhugaverðu efni á Instagram síðu sinni hér sem tengist hönnun, heimili og arkitektúr. Svo til að toppa verkefnalistann þá er hún líka að gera upp lítið hótel í miðborginni. 

Þegar heimilið er í forgrunni elskar Hildur að fegra kringum sig og leyfa persónuleika sínum að skína. Eldhúsið er hennar uppáhaldsstaður og þar segist hún gjarnan eiga bestu samverustundirnar með sínu fólki. Hlutirnir í eldhúsinu skipta hana máli og vandar Hildur valið þegar prýða á eldhúsið og allt sem því fylgir.

Hildur leggur mikið upp úr því að leggja fallega á …
Hildur leggur mikið upp úr því að leggja fallega á borð og finnst það skipta meira máli heldur en matseldin sjálf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikilvægt að persónuleikinn fá að skína í borðhaldinu

„Manni líður einfaldlega betur þegar það er fallegt í kringum mann, ég held líka bara að maturinn verði bragðbetri fyrir vikið. Um leið finnst mér mikilvægt að persónuleikinn manns fái að njóta sín í borðhaldinu og þess vegna finnst mér svo ótrúlega gaman að eiga postulínsstell frá ömmu, skálar sem ég hef keypt hér og það og fleira í þeim dúr. Það er auðvitað lang best ef hlutirnir hafi gott notagildi en ég er ekki mikið fyrir óþarfa prjál eða skrautmuni sem hafa ekkert notagildi né tilgang,“ segir Hildur. 

Hildur deilir hér með lesendum matarvefsins hvað henni finnst gera eldhús að eldhúsi og hvað er ómissandi að eiga í eldhúsinu.

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í eldhúsinu?

„Ég fékk nýverið fyrsta alvöru pottinn minn, Le Creuset pott úr Byggt og Búið, í dásamlegum lit sem passar svo vel við eldhúsið mitt. Get ekki hugsað mér lífið án hans núna, þetta er auðvitað lífstíðareign.“ 

Nýi Le Creuset potturinn hennar Hildar ómissandi í eldhúsið að …
Nýi Le Creuset potturinn hennar Hildar ómissandi í eldhúsið að hennar mati og hana langar að eignast fleiri Le Creust potta og pönnur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áttu þér uppáhaldsglasalínu?

„Ég er byrjuð að kaupa mér Ferm living glösin í Hrím, mér finnst þau svo falleg, sérstaklega fyrir skemmtilega litríka drykki með smá appelsínuberki eða öðru. Reyndar gaf vinkona mín mér frábæra hugmynd en hún kaupir kristalsglös á antíkmörkuðum og blandar saman.“

Ferm living glösin í Hrím er ein uppáhaldsglasalínan hennar Hildar …
Ferm living glösin í Hrím er ein uppáhaldsglasalínan hennar Hildar en henni finnst þau svo falleg, sérstaklega fyrir skemmtilega litríka drykki eins og sjá má hér. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvað finnst þér vera heitasta vetrartrendið í eldhúsið núna?

„Við erum öll að læra betur að endurvinna rusl og það er sífellt að taka meira pláss í eldhúsinu, ég myndi því segja að smekklegar endurvinnslulausnir séu það heitasta í dag. Mig langar mikið í sniðugu vegghengdu boxin frá ReCollector sem Kokka selur. Ég elska þegar hönnun breytir svolítið subbulegu vandamáli í eitthvað smekklegt.“ 

Brenndur appelsínugulur litur sá heitasti

Hvaða litur finnst þér vera heitastur í vetur?

„Brenndur appelsínugulur litur, fallegur „beige“ og hvítur í bland er eitthvað sem ég hef mjög gaman af núna, með smá grænum með.“ 

Danska blómið uppáhaldsmatarstellið

Uppáhaldsmatarstellið þitt?

„Það er postulínsstellið frá ömmu Dóru. Það er danska Bláa blómið. Mér finnst það svo fallegt en síst af því ég man eftir því hjá ömmu og hugsa til hennar í hvert sinn sem ég nota það. Ég á annars mjög venjulegt og klassískt hvítt stell en langar líka í bleika Relief stellið sem fæst hjá Ilva en ég er að reyna að gera upp um mig hvort það sé of mikið að eiga 3 stell.“

Matarstellið frá ömmu Hildar er uppáhaldsstellið hennar og er danskt …
Matarstellið frá ömmu Hildar er uppáhaldsstellið hennar og er danskt og ber heitið Blómið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppáhaldshnífasettið?

„Mér verður líklega útskúfuð fyrir þetta en ég á enga fína hnífa, bara Ikea og einhverja drasl hnífa sem ég keypti í stórmarkaði á Spáni.“

Plast- eða viðarbretti?

„Plast þegar enginn sér til, annars viðarbretti.“

Ertu með kaffivél í eldhúsinu?

„Nei, ég er alveg agaleg en mamma gaf mér Nespresso vél fyrir nokkrum árum sem er á hótelinu núna en ég á pressukönnu sem er stundum tekin fram þegar gestir þiggja kaffi. Við Hreiðar drekkum annars nánast aldrei kaffi. Mig langar þó í Moccamaster kaffivél en aðallega vegna þess að það er hægt að fá hana í svo fallegum litum.“

Áttu þér þinn uppáhaldskaffibolla?

„Ég á nokkra bolla frá Ker sem ég dýrka, ég nota þá bara og þarf nauðsynlega að fara að fá mér fleiri. Þeir eru svo einfaldir og fallegir.“

Breytir þú eldhúsinu eftir árstíðum, hvað varðar liti og annað slíkt?

„Eldhúseyjan breytist mikið eftir árstíðum, á sumrin er ég með vasa fulla af blómlegum arfa sem ég tíni á leið minni um hverfið og ávextir í skál. Í kringum jólin eru krukkur með smákökum og jólaskreyting á eyjunni, núna í haust eru haustleg blóm í vasa frá Blómstru og kerti með góðum ilm.“

Uppáhaldsstaðurinn þinn í eldhúsinu?

„Á bak við eyjuna þegar ég er að hella búbblur í glas góðar vinkonu, eða bara spjalla við stelpurnar mínar þegar þær sitja þar og drekka kakó.“

Uppáhaldsstaður Hildar í eldhúsinu er bak við eyjuna þegar hún …
Uppáhaldsstaður Hildar í eldhúsinu er bak við eyjuna þegar hún býður góðum vinkonum upp á búbblur í fallegum glösum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Draumaeldavélin frá Ilve sem Kokka selur

Áttu þér draumaeldavél? Hvort ertu hrifnari að gas eða spam þegar eldavél er annars vegar?

„Ég er búin að segja manninum mínum að í næsta húsi verði gaseldavél frá Ilve sem Kokka selur, ég fer oft bara til að skoða þótt ég viti að ég fái mér líklega ekki nýja eldavél í bráð. Þær eru ótrúlega fallegar í ýmsum litum og setja svo mikinn svip á eldhúsið. Ég er með spam núna og finnst það fínt en var alltaf með gas þegar ég ólst upp og þegar ég var í námi í Danmörku þannig að mér finnst bæði betra.“

Ertu með kerti í eldhúsinu?

„Já, elska góð ilmkerti í eldhúsið, sérstaklega á veturna. Ég er með algjört æði fyrir kertunum frá Ihanna Home. Ég fer þó sparlega með kerti þar sem dætur mínar eru með astma og nota líka mikið batterískerti sem eru sem betur fer orðin alveg ótrúlega vönduð og hafa sömu áhrif.“

Ilmkerti í eldhúsið er eitt af því sem Hildur er …
Ilmkerti í eldhúsið er eitt af því sem Hildur er ávallt með. mbl.is/Kristinn Magnússon

Finnst þér skipta máli að leggja fallega á borð?

„Ef ég er alveg heiðarleg þá finnst mér það skipta mun meira máli en maturinn. Ég væri frekar til í að eyða lengri tíma í að leggja á borð og panta síðan bara „take away“ frekar en að eyða tíma í matseldina.“

Hvað dreymir þig um að eignast í eldhúsið?

„Mig dreymir um að eignast stóra skál fyrir ávexti frá Ker, marmaraskurðarbretti frá Ilva, fleiri Ripple glös frá Hrím, skipta út öllum viskustykkjum fyrir viskustykki frá Ihanna home, eignast Moccamaster kaffivél fyrir kaffiþyrsta gesti, eignast fleiri Le Creuset potta og pönnur í fallegum litum, eignast góða hnífa, kampavínsfötu úr marmara, jafnvel skipta út skápahurðunum í eldhúsinu mínu. Best að hætta núna en listinn er miklu lengri.“

Hildur nýtur sín við að stilla upp litríku kræsingum sem …
Hildur nýtur sín við að stilla upp litríku kræsingum sem gleðja augun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bleiki liturinn er oft ríkjandi hjá Hildi eins og sjá …
Bleiki liturinn er oft ríkjandi hjá Hildi eins og sjá má á myndunum þó hún segi að brenndur appelsínugulur litur sé sá heitasti í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert