Lax sem skyndibiti slær í gegn

Girnilegur lax með sprettum sem hægt er a töfra fram …
Girnilegur lax með sprettum sem hægt er a töfra fram á augabragði. Hollur og góður skyndibiti. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldar

Fiskur getur alveg verið hinn eini sanni skyndibiti eða það segir Nanna Rögnvaldsdóttir uppskriftahöfundur og rithöfundur með meiru á heimasíðu sinni Konan sem kyndir ofninn sinn. Þetta er raunhæfur möguleiki og hér er uppskrift af ofurhollum skyndibita. Ef valið er fljótlegt meðlæti getur fiskurinn vel verið kominn á borðið eftir 10-12 mínútur og eins þessi uppskrift gefur kost á. 

Lax með smjörbaunum og sprettum

Fyrir 1

  • 200 g laxaflak
  • 1 msk. sojasósa
  • 1 msk. olía
  • 1 tsk. sriracha (eða önnur chilisósa)
  • safi úr einum sítrónubát
  • pipar eftir smekk
  • ½ dós smjörbaunir eða aðrar hvítar baunir
  • lófafylli af sólblómasprettum
  • lófafylli af baunasprettum

Aðferð:

  1. Byrjið á því að blanda saman 1 matskeið af sojasósu, 2 teskeiðum af olíu, 1 teskeið af sriracha-sósu (eða einhverri annarri chilisósu), svolitlum sítrónusafa og pipar eftir smekk.
  2. Penslið laxinn vel með leginum og setjið afganginn til hliðar.
  3. Hitið 1 teskeið af olíu á pönnu við meðalhita og setjið laxinn á pönnuna með roðhliðina upp.
  4. Steikið laxinn í um það bil 3 mínútur og snúið honum svo við.
  5. Hellið leginum af baunum í dósinni og setjið þær á pönnuna og látið þetta krauma í um það bil 2 mínútur.
  6. Setjið lófafylli af sólblómasprettum á pönnuna, hellið afganginum af kryddleginum yfir og látið malla í 2-3 mínútur í viðbót eða þar til laxinn var rétt steiktur í gegn.
  7. Setjið síðan baunaspírurnar á pönnuna og takið laxinn af, hrærið og steikið  í 1-2 mínútur í viðbót.
  8. Setjið baunirnar og spretturnar á disk og setjið laxinn ofan á.
  9. Skreytið með aðeins meiri baunasprettum, rétturinn verður svo fallegur með hollum og góðum sprettum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert