Þjóðin hefur lagst á eitt í söfnunarátaki Krabbameinsfélagsins í ár og í lok október afhentu forsvarsmenn Hagkaups ávísun upp á tvær milljónir króna til Bleiku slaufunnar sem söfnuðust í verslunum Hagkaups.
„Í byrjun október stóð Hagkaup fyrir söfnun þar sem viðskiptavinum bauðst að styrkja átakið með því að bæta 500 krónum við innkaup sín sem runnu til söfnunarinnar og Hagkaup lagði til upphæð á móti.” segir Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.
Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups sagðist gríðarlega þakklátur viðskiptavinum Hagkaups sem styrktu átakið með þessum hætti sem ber merki um samstöðuna sem ríkir varðandi Krabbameinsfélagið sem sinnir einstöku starfi.