Flestir þekkja hinn klassíska og vinsæla rétt lasagna. Til eru allskonar útfærslur af lasagna og margir eiga sína uppáhaldsuppskrift af réttinum. Hér er á ferðinni aðeins öðruvísi uppskrift frá Helgu Möggu þar sem hún notar cannelloni pasta í þennan rétt í stað þess að vera með lasagnaplötur. Sjáið Helgu Mögg hér fyrir neðan setja saman þennan skemmtilega og auðvelda rétt.
Cannelloni lasagna
- 1 msk. olía
- 150 g laukur (einn laukur)
- 2-3 hvítlauksrif
- 500 g nautahakk
- 800 g niðursoðnir tómatar (2 dósir)
- 400 g kotasæla
- 300 g cannelloni frá Filotea
- 180 g mozzarella litlar ostakúlur með basilíku
- 250 g litlir tómatar
- 150 g rifinn ostur
- 1 kjötkrafts teningur leystur upp í 100 ml af heitu vatni
- 1 tsk. salt
- 1 tsk. pipar
- 1 tsk. óreganó
- 1 tsk. timian
- Ferskt óreganó ef vill á milli laga
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C.
- Byrjið á því að skera lauk og hvítlauk smátt og steikja upp úr olíunni, bætið hakkinu á pönnuna, steikið það og kryddið.
- Þegar hakkið er gegn steikt bætið við pastasósunni á pönnuna ásamt kotasælunni og kjötkraftinum í vatninu.
- Skerið niður mozzarella ostinn og tómatana og raðið svo á víxl inn í cannelloni pastað.
- Setjið helminginn af kjötblöndunni í botninn á eldföstu móti og raðið pastanu þar ofan á, gott að setja smá niðurskorna ferska basilíku en það má líka sleppa því.
- Hellið síðan hinum helmingnum af kjötinu yfir pastað.
- Setjið að lokum ostinn ofan á.
- Setjið réttinn inn í ofn og bakið við 200°C í 40 mínútur.