Öðruvísi cannelloni lasagna

Cannelloni lasagna að hætti Helgu Möggu.
Cannelloni lasagna að hætti Helgu Möggu. Ljósmynd/Helga Magga

Flestir þekkja hinn klassíska og vinsæla rétt lasagna. Til eru allskonar útfærslur af lasagna og margir eiga sína uppáhaldsuppskrift af réttinum. Hér er á ferðinni aðeins öðruvísi uppskrift frá Helgu Möggu þar sem hún notar cannelloni pasta í þennan rétt í stað þess að vera með lasagnaplötur. Sjáið Helgu Mögg hér fyrir neðan setja saman þennan skemmtilega og auðvelda rétt.

Cannelloni lasagna

  • 1 msk. olía
  • 150 g laukur (einn laukur)
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 500 g nautahakk
  • 800 g niðursoðnir tómatar (2 dósir)
  • 400 g kotasæla
  • 300 g cannelloni frá Filotea
  • 180 g mozzarella litlar ostakúlur með basilíku
  • 250 g litlir tómatar
  • 150 g rifinn ostur
  • 1 kjötkrafts teningur leystur upp í 100 ml af heitu vatni
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. pipar
  • 1 tsk. óreganó
  • 1 tsk. timian
  • Ferskt óreganó ef vill á milli laga

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Byrjið á því að skera lauk og hvítlauk smátt og steikja upp úr olíunni, bætið hakkinu á pönnuna, steikið það og kryddið.
  3. Þegar hakkið er gegn steikt bætið við pastasósunni á pönnuna ásamt kotasælunni og kjötkraftinum í vatninu.
  4. Skerið niður mozzarella ostinn og tómatana og raðið svo á víxl inn í cannelloni pastað.
  5. Setjið helminginn af kjötblöndunni í botninn á eldföstu móti og raðið pastanu þar ofan á, gott að setja smá niðurskorna ferska basilíku en það má líka sleppa því.
  6. Hellið síðan hinum helmingnum af kjötinu yfir pastað.
  7. Setjið að lokum ostinn ofan á.
  8. Setjið réttinn inn í ofn og bakið við 200°C í 40 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka