Forsetaskúffukakan sló í gegn í Húsó

Forseti Íslands Guðni Th, Jóhannesson sker fyrstu sneiðina á Forsetaskúffukökuni …
Forseti Íslands Guðni Th, Jóhannesson sker fyrstu sneiðina á Forsetaskúffukökuni sem var tileinkuð honum í Hússtjórnarskólanum. Samsett mynd

Fast­ur liður á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru Húsó-upp­skrift­irn­ar sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu. Að þessu sinni flettir skóla­meist­ar­inn Marta María Arn­ars­dótt­ir hulunni af forsetaskúffukökunni sem þykir sú besta.

„Það er mjög gaman að segja frá því að við bjuggum þessa skúffukökuuppskrift sérstaklega til fyrir forsetann okkar, þegar hann mætti til okkar í 80 ára afmæli okkar í fyrra,“ segir Marta María. Þessi lengja var einfaldlega gerð þannig að margar skúffukökur voru settar saman og sama smjörkrem í áletruninni, bara án kakósins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var alsæll með skúffukökuna og bað örugglega um uppskriftina fyrir Bessastaði.

Mörgum finnst gott að skreytta skúffukökurnar með kókos.
Mörgum finnst gott að skreytta skúffukökurnar með kókos. mbl.is/Árni Sæberg

Forsetaskúffukakan

  • 3 ½ bolli hveiti
  • 3 bollar sykur
  • 2 ½ tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • 2 tsk. salt
  • 80 g kakó
  • 2 bollar mjólk
  • 4 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 220 g brætt smjör

Aðferð:

  1. Þurrefni sigtuð í skál.
  2. Egg, mjólk og vanilludropum blandað saman í aðra skál og hrært saman við þurrefnin.
  3. Smjör brætt við vægan hita og sett út í í lokin.
  4. Hellt í stóra ofnskúffu með bökunarpappír og bakað við 180°C á blæstri í 30 mínútur.

Smjörkrem

  • 250 g smjör
  • 500 g flórsykur
  • 4 msk. kakó
  • 2 msk. rjómi
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1 msk .kaffi (ef vill)

Skraut:

  • Kókos

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefni saman í skál og þeytið með spaðanum.
  2. Smyrjið kreminu síðan yfir skúffukökuna þegar hún hefur kólnað.
  3. Skreytið með kókos ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert