Þessi núðlurréttur er ótrúlega góður og miklu einfaldara að útbúa hann en það lítur út fyrir að vera. Valgerður Gréta Gröndal, ávallt kölluð Valla, á heiður af þessum rétti og deildi með fylgjendum á heimasíðu sinni hér.
„Það er svo einfalt og gott að gera heimagerða núðlurétti en því miður vill það oftast gleymast á mínu heimili. Rétturinn er alls ekki sterkur og hentar því sérstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. Ég notaði nautgripaþynnurnar sem búið var að snyrta og kjötið er meyrt og gott. Það er hægt að nota í raun hvaða grænmeti sem er, bæta við engifer eða chili fyrir sterkara bragð og leika sér með tegundir af núðlum og sósum,“ segir Valla.
Núðlur með nautakjöti, brokkolíið og teriyaki ostrusósu
- 1 pakkning nautagripaþynnur (450-500g)
- 1 msk. olía
- 2 hvítlauksgeirar
- Brokkolí eftir smekk, í þessi tilviki 1/3 af stórum haus
- ½ rauð paprika skorin í bita
- 2 vorlaukar fínt saxaðir
- 150 ml teriyakisósa
- 4 msk. ostrusósa
- 1 msk. fiskisósa
- 1-2 msk. sojasósa
- 1 msk. hrísgrjónaedik
- 3 msk. vatn
- Hálfur pakki hrísgrjónanúðlur
- 1 msk. ristuð sesamfræ
Aðferð:
- Saxið hvítlaukinn smátt, skerið brokkolíið, paprikuna og vorlaukinn og setjið til hliðar.
- Setjið vatn í meðalstóran pott og leyfið suðunni að koma upp.
- Hitið olíuna á pönnu og steikið nautakjötið á háum hita.
- Bætið grænmetinu út á og setjið teriyakisósu, ostrusósu, fiskisósu, sojasósu, hrísgrjónaedik og vatn út á.
- Látið malla í 5 mínútur.
- Setjið núðlurnar út í vatnið og látið sjóða í 3 mínútur.
- Hellið vatninu af núðlunum og setjið nautakjötið og grænmetið yfir ásamt sósunni.
- Berið strax fram.