Kartöflumúsin hennar mömmu

Þessi kartöflumús steinliggur.
Þessi kartöflumús steinliggur. Ljósmynd/Hanna

Hér erum við með skot­helda upp­skrift að kart­öflumús sem kem­ur úr smiðju Hönnu Þóru kera­miker sem held­ur úti bloggsíðunni Hanna.is. Þessi kart­öflumús er ein­stak­lega bragðgóð og pass­ar með nán­ast öllu. 

Upp­skrift­in að kart­öflumús­inni kem­ur úr 40 ára gömlu sænsku kokka­bók­inni henn­ar mömmu. Ég hef al­ist upp við hana og hef því aldrei kunnað að meta syk­ur í kart­öflumús. Ef­laust má bæta smá sætu við fyr­ir þá sem eru van­ir henni,“ seg­ir Hanna um mús­ina góðu.

Kartöflumúsin hennar mömmu

Vista Prenta

Kart­öflumús­in henn­ar mömmu

  • 1 kg kart­öfl­ur
  • 1 – 2 msk smjör
  •  dl heit mjólk (upp að suðu)
  • Salt og hvít­ur pip­ar eft­ir smekk
  • Aðeins af muldu múskati

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar, byrjið á því að setja þær í kalt vatn og saltið aðeins, látið suðuna koma upp, lækkið hit­ann og sjóðið í u.þ.b. 20 mín­út­ur).
  2. Flysjið karöfl­urn­ar áður en þær eru soðnar eða strax eft­ir suðu. Best að gera það eft­ir suðu upp á að halda í gæðin.
  3. Hitið mjólk í potti, til að spara uppþvott er gott að nota pott sem hægt er að nota fyr­ir kart­öflumús­ina í lok­in.
  4. Pressið kart­öfl­urn­ar með þær eru heit­ar. Bætið smjöri út í  bætt og hrærið sam­an við.
  5. Bætið við heitri mjólk­inni sam­an við, bara lít­illi í einu á meðan þið hrærið kröft­ug­lega, best að nota hræri­vél.
  6. Kryddið til eft­ir smekk
  7. Ágætt er að setja kart­öflumús­ina í lok­in í pott­inn, sem mjólk­in var hituð í, og velgja hana á lág­um hita fyr­ir notk­un.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert