Kartöflumúsin hennar mömmu

Þessi kartöflumús steinliggur.
Þessi kartöflumús steinliggur. Ljósmynd/Hanna

Hér erum við með skothelda uppskrift að kartöflumús sem kemur úr smiðju Hönnu Þóru keramiker sem heldur úti bloggsíðunni Hanna.is. Þessi kartöflumús er einstaklega bragðgóð og passar með nánast öllu. 

Uppskriftin að kartöflumúsinni kemur úr 40 ára gömlu sænsku kokkabókinni hennar mömmu. Ég hef alist upp við hana og hef því aldrei kunnað að meta sykur í kartöflumús. Eflaust má bæta smá sætu við fyrir þá sem eru vanir henni,“ segir Hanna um músina góðu.

Kartöflumúsin hennar mömmu

  • 1 kg kartöflur
  • 1 – 2 msk smjör
  •  dl heit mjólk (upp að suðu)
  • Salt og hvítur pipar eftir smekk
  • Aðeins af muldu múskati

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar, byrjið á því að setja þær í kalt vatn og saltið aðeins, látið suðuna koma upp, lækkið hitann og sjóðið í u.þ.b. 20 mínútur).
  2. Flysjið karöflurnar áður en þær eru soðnar eða strax eftir suðu. Best að gera það eftir suðu upp á að halda í gæðin.
  3. Hitið mjólk í potti, til að spara uppþvott er gott að nota pott sem hægt er að nota fyrir kartöflumúsina í lokin.
  4. Pressið kartöflurnar með þær eru heitar. Bætið smjöri út í  bætt og hrærið saman við.
  5. Bætið við heitri mjólkinni saman við, bara lítilli í einu á meðan þið hrærið kröftuglega, best að nota hrærivél.
  6. Kryddið til eftir smekk
  7. Ágætt er að setja kartöflumúsina í lokin í pottinn, sem mjólkin var hituð í, og velgja hana á lágum hita fyrir notkun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert