Pasta með basilpestó, kjúklingi og serrano-skinku

Þessi pastaréttur með kjúklingi á eftir að slá í gegn …
Þessi pastaréttur með kjúklingi á eftir að slá í gegn hjá krökkunum. Ljósmynd/Linda Ben

Hér er á ferðinni virkilega einfaldur og fljótlegur en ótrúlega bragðgóður pastaréttur með basilpestó, kjúklingi og serrano-skinku. Rétturinn kemur úr smiðju Lindu Ben uppskriftahöfundar sem er með uppskriftasíðuna Linda Ben. Þessi réttur er fjölskylduvænn og krakkarnir eiga eftir að elska hann. 

Basilpestó pastaréttur með kjúklingi og serrano-skinku

  • 500 g pasta
  • 700 g kjúklingalundir
  • 290 g Classic basil pestó frá Sacla
  • 1 tsk. diijon sinnep
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 250 ml rjómi
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 60 g serrano-skinka
  • Parmesan ostur eftir smekk
  • Ferskt basil eftir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skerið kjúklingalundina niður í smærri bita og setjið svo í skál ásamt pestóinu og sinnepinu, hrærið saman.
  3. Steikið á pönnu og rífið hvítlauksgeira út á pönnuna, kryddið til með salti og pipar.
  4. Hellið rjómanum út á og leyfið þessu að malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  5. Steikið serrano-skinkuna á annarri pönnu.
  6. Bætið soðnu pastanu út á pönnuna með kjúklingnum og hrærið saman.
  7. Skreytið réttinn með rifnum parmesan osti, serrano-skinku og fersku basil.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert