Landslið íslenskra bakara með besta croissant-ið

Finnur Guðberg Ívarsson og Stefán Pétur Bachmann Bjarnason bakarar stóðu …
Finnur Guðberg Ívarsson og Stefán Pétur Bachmann Bjarnason bakarar stóðu sig vel á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Samsett mynd

Landslið íslenskra bakara tók þátt í heims­meist­ara­mótinu í bakstri í München í lok október eftir að hafa unnið til silfurverðlauna á Norður­landa­mót­inu í haust. Landsliðið komst ekki á verðlaunapall að þessu sinni en þetta var í fyrsta skipti sem landslið íslenskra bakara tekur þátt í þessari keppni. Árangur liðsins var engu að síður mjög góður og vakti liðið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína og kræsingarnar sínar.

Íslenska bakaralandsliðið var vel skipað en Finnur Guðberg Ívarsson, Stefán Pétur Bachmann Bjarnason og Matthías Jóhannesson hjá Passion Reykjavík og jafnframt þjálfari bakaralandsliðsins, kepptu fyrir Íslands hönd. 

Stökk í djúpu laugina

„Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni og þeir Stefán og Finnur lögðu sig alla fram við að gera þetta eins vel og þeir gátu og unnu mjög vel saman. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í þessari keppni og því var þetta svolítið stökk í djúpu laugina en við fengum úr þessu mikla reynslu og innsýn í hvernig kröfur og hvernig samkeppni er í svona stórri keppni. Í heildina gekk þetta ljómandi vel og liðið fór sátt heim að keppni lokinni,“ segir Matthías.

Þema keppninnar var „Animal World“ þema íslensku bakarana snerist um …
Þema keppninnar var „Animal World“ þema íslensku bakarana snerist um líf í skóginum. Brauð sem litu út eins og dádýr og fiðrildi, smástykki sem litu út eins og sveppir og blóm og að lokum skrautstykkið, tré sem var heimili tveggja snáka sem var skreytt með blómum og fiðrildum.

Dýralífið í skóginum þemað

Mikið var um dýrðir þegar kræsingunum var stillt um og sjá mátti þema keppninnar skína í gegn. „Þema keppninnar var Animal World og við tókum okkar snúning á því og okkar þema snerist um líf í skóginum. Brauð sem litu út eins og dádýr og fiðrildi, smástykki sem litu út eins og sveppir og blóm og að lokum skrautstykkið, tré sem var heimili tveggja snáka sem var skreytt með blómum og fiðrildum.“

Aðspurður segir Matthías að íslenska liðið hafi vakið verðskuldaða athygli í keppninni. „Dómararnir sem og áhorfendur voru mjög heillaðir og hrifnir af íslenska liðinu, bæði það hvað þeir voru yfirvegaðir og rólegir á meðan keppni stóð og einnig hvað þeir voru með frumlegar aðferðir við gerð skrautstykkisins.“

Sýnishorn af því sem landsliðið töfraði fram.
Sýnishorn af því sem landsliðið töfraði fram.

Besta hreina croissant-ið

„Svo finnst mér rétt að nefna það að samkvæmt dómurum var íslenska liðið með besta hreina croissant-ið í keppninni og með næst bestu croissant tegundirnar í heildina, og það fannst okkur frábær árangur,“ segir Matthías að lokum sannfærður um að Ísland komi enn sterkara inn í næstu keppni reynslunni ríkari.

Frumleg og skemmtileg útfærsla.
Frumleg og skemmtileg útfærsla.
Skrautstykkin falleg.
Skrautstykkin falleg.
Heilmikil vinna var að setja listaverkið upp.
Heilmikil vinna var að setja listaverkið upp.
Hreint croissant komið á plötuna.
Hreint croissant komið á plötuna.
Listrænir hæfileikar koma sér vel hér.
Listrænir hæfileikar koma sér vel hér.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert