Sjávarréttapasta að betri gerðinni með humri

Þetta sjávarréttapasta með humri er sannkallað sælgæti.
Þetta sjávarréttapasta með humri er sannkallað sælgæti. Ljósmynd/Sjöfn

Sjávarréttapasta er sannkallaður veislumatur og hér erum við með uppskrift að sjávarréttapasta með humri þar sem við erum með svart tonnarelli linguinpasta í forgrunni sem passar einstaklega vel með sjávarréttum. Heiðurinn að uppskriftinni á Sigrún Margrét Pétursdóttir matgæðingur með meiru. Hægt er að vera með nánast hvaða sjávarfang sem er í réttinum til að mynda er líka mjög gott að vera með risarækjur og hörpudisk.

Sjávarréttapasta með humri

  • 500 g svart Tonnarelli
  • 4-6 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1-2 rauð chilli, smátt söxuð
  • 2 dósir/krukkur hefðbundin stærð, niðursoðnir tómatar
  • 1 ½ tsk. humarkraftur fljótandi
  • 1 bolli vatn
  • 1 sítróna
  • Fersk steinselja eftir smekk, söxuð
  • Svartur pipar eftir smekk
  • Flögusalt eftir smekk
  • Smjör og ólífuolía til steikingar
  • 1 kg skelflettur humar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að afþíða humarinn.
  2. Svissið hvítlauk og chilli í smjöri og ólífuolíu þar til mjúkt og ilmurinn fyllir vitin.
  3. Bætið þá vatninu og humarkraftinum við og leyfið suðunni að koma upp áður en tómötunum er bætt út í ásamt safanum úr ½ sítrónu.
  4. Leyfið sósunni að malla á vægum hita í 20 mínútur.
  5. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum í vel söltu vatni með skvettu af ólífuolíu.
  6. Gott að nýta tímann í að saxa steinselju og rífa börkinn af ½ sítrónu.
  7. Þegar 5 mínútur eru eftir af suðutímanum snöggsteikið þá humarinn upp úr smjöri og ólífuolíu.
  8. Saltið og piprið eftir smekk.
  9. Hellið sósunni út í pönnuna ásamt ¼ bolla af pastavatninu og látið malla í 2-3 mínútur.
  10. Sigtið pastað og færið í stórt fat eða skál ásamt sósunni og humrinum, stráið að lokum steinselju og rifnum sítrónuberki yfir.
  11. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka