Eftirlíking af ostasalatinu hjá Brauð & Co

Ostasalatið hennar Berglindar með döðlunum er ekki síðra en það …
Ostasalatið hennar Berglindar með döðlunum er ekki síðra en það sem fæst hjá Brauð & Co að mati fjölskyldu Berglindar. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Berglind Hreiðars matar- og lífstílsbloggari með meiru gerði sér lítið fyrir og útbjó eftirlíkingu af ostasalatinu sem frægt er orðið hjá Brauð & Co. „Maðurinn minn gat ekki hætt að dásama ostasalat frá Brauð & Co sem hann fékk í vinnunni hjá sér um daginn svo ég ákvað að skoða það salat aðeins nánar. Eftir að hafa smakkað salatið og skoðað innihaldslýsinguna vel ákvað ég að láta á þetta reyna og herma eftir þessu góða salati. Útkoman heppnaðist ofurvel og hér hafið þið dásamlega útgáfu af góðu ostasalati,“ segir Berglind og brosir. 

Ostasalöt eru góð með brauði, kexi og frækexi. Hægt er að bjóða upp á ostasalöt við hin ýmsu tilefni. 

Ostasalat með döðlum

  • 80 g saxaðar döðlur
  • 1 stk. piparostur – kryddostur
  • 1 stk. Mexíkóostur – kryddostur
  • 80 g Búri ostur
  • 230 g Hellmann‘s majónes eða majónes að eigin vali
  • 2 tsk. dijon sinnep með hunangi
  • 2 tsk. sítrónusafi
  • 1 tsk. paprikuduft
  • 1 tsk. aromat krydd ef vill, þarf ekki
  • ½ tsk. pipar
  • ½ tsk. cheyenne pipar

Aðferð:

  1. Skerið döðlurnar aðeins smærra niður og setjið í skál.
  2. Skerið alla ostana í litla teninga og bætið saman við döðlurnar.
  3. Hrærið því sem eftir er af hráefnunum saman í aðra skál og blandið síðan saman við ostana og döðlurnar.
  4. Berið fram með góðu brauði/kexi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert