Dreymir um Y stólana eftir Hans J. Wegner

Andrea Magnúsdóttir er fagurkeri og leggur mikið upp úr því …
Andrea Magnúsdóttir er fagurkeri og leggur mikið upp úr því að hafa fallegt kringum sig. Eldhúsið hennar er stílhreint og fágað. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Andrea Magnúsdóttir er fagurkeri og leggur mikið upp úr því að hafa fallegt kringum sig. Andrea er mörgum hæfileikum gædd en hún er fatahönnuður og eigandi verslunarinnar AndreA í Hafnarfirði. Þeir sem þekkja Andreu sjá listræna hæfileika hennar skína í gegn og fágað yfirbragð í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.

Eldhúsið hjá Andreu er einstaklega fallegt, stílhreint og tímalaust og …
Eldhúsið hjá Andreu er einstaklega fallegt, stílhreint og tímalaust og Andrea er afar sátt við það. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Skemmtilegast að leggja á borð og bera falleg fram

Eldhúsið er hennar er eitt af hennar uppáhaldsstöðum á heimili hennar og þegar kemur að borðhaldi er metnaðurinn í fyrirrúmi.

Ég legg mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum mig og finnst eiginlega skemmtilegast að leggja á borð og bera fallega fram. Ég hef safnað í matarstellinu mínu í 15 ár og ég elska að safna því, eignast einn og einn hlut í einu og njóta hans. Ég mundi aldrei vilja kaupa allt stellið í einni ferð. Ég er að safna Royal Copenhagen og blanda einlitu hvítu og blue mega saman. Stellið er tímalaust og  fallegt. Á hverju ári koma skemmtilegar nýjungar svo það er alltaf hægt að bæta nýjum hlutum við á óskalistann,“ segir Andrea. 

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í eldhúsinu?

Ætli ég noti ekki kaffibollana mína oftast og mest. 

Áttu þér uppáhaldsglasalínu? 

 ,ég elska Ultima thule glösin frá Iittala, þau eru ekki bara falleg, það er líka einstaklega gott að drekka úr þeim. 

Uppáhalds glasalína Andreu er Ultima thule glösin frá Iittala.
Uppáhalds glasalína Andreu er Ultima thule glösin frá Iittala. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Hvað finnst þér vera heitasta vetrartrendið í eldhúsið núna?

Mér finnst ótrúlega fallegt að vera stundum með dúka, það breytir stemmingunni í eldhúsinu og það er frábært að geta breytt aðeins til með dúk í mismunandi litum og lítilli fyrirhöfn.

Hvaða litur er heitastur í vetur?

Ég er öll í off white og beige, stílhreint og fallegt

Uppáhaldsmatarstellið Royal Copenhagen

Uppáhaldsmatarstellið þitt?

Royal Copenhagen.“ 

Uppáhaldsmatarstellið hennar Andreu er Royal Copenhagen en hún er að …
Uppáhaldsmatarstellið hennar Andreu er Royal Copenhagen en hún er að safna í það og bætir reglulega við það. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Uppáhaldshnífasettið?

Ég er nýbyrjuð að safna Georg Jensen, Bernadotte en mér þykir það passa svo vel við Royal Eins finnst mér líka gaman að í Bernadotte línunni er hægt að fá allskonar fylgihluti, kökudiska, könnur, salt og pipar stauka og ýmislegt annað. 

Plast- eða viðarbretti?

Viðar, þau eru svo falleg.

Áttu þér þinn uppáhaldskaffibolla?

, ég elska kaffi, minn uppáhaldsbolli er  sterkur cappuccino með vel flóaðri mjólk. 

Eldhúsið mitt er stílhreint, alveg eins og ég vil hafa það

Breytir þú eldhúsinu eftir árstíðum, hvað varðar liti og annað slíkt?

Eldhúsið mitt er mjög stílhreint alveg eins og ég vil hafa það. Ég breyti aðallega til með með dúkum, blómum og kertaljósi á veturna.

Aukahlutirnir skipta ekki síður máli og setja punktinn yfir i-ið …
Aukahlutirnir skipta ekki síður máli og setja punktinn yfir i-ið sem fylgja stellinu hennar Andreu eins og þessi fallegi vasi. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Uppáhaldsstaðurinn í eldhúsinu?

Við eldhúsborðið klárlega, ég er með stóra glugga og elska að sitja við eldhúsborðið og horfa út þó ég sjái bara tré og fugla þá finnst mér akkúrat það svo fallegt og róandi ég tala nú ekki um þegar það fer að snjóa líka og allt verður hvítt.

Áttu þér drauma eldavél? Viltu gas~ eða spanhelluborð?

Ég er spam kona og já ég væri mikið til í að eiga eldavélina frá Miele sem er með viftuna niðurfellna á miðju helluborðinu.

Ertu með kerti í eldhúsinu?

, alltaf yfir vetrartímann. 

Finnst þér skipta málið að leggja fallega á borð?

Það skiptir öllu, maturinn verður betri og girnilegri þegar hann er borinn fallega fram.  Mér finnst það eiginlega skemmtilegasti parturinn af matarboðum, að leggja á borð, það er hægt að gera það á svo marga mismunandi vegu og það setur pínu tóninn og stemninguna fyrir kvöldið. 

Andreu finnst skemmtilegast að leggja á borð og bera fallega …
Andreu finnst skemmtilegast að leggja á borð og bera fallega fram. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Fegurð í öllu sem Andrea leggur á borð.
Fegurð í öllu sem Andrea leggur á borð. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Dreymir um Y stólana sem fást í Epal

Hvað dreymir þig um að eignast í eldhúsið? 

Ég er nokkuð sátt og held í alvöru að mig vanti ekki neitt en væri þó til í  eldfast mót frá Royal Copenhagen Og jú, ég er að leita af nýju borðstofuborði, hef enn ekki fundið það rétta og svo dreymir mig um Y stólana eftir Hans J. Wegner sem fást í Epal.

Andreu dreymir um eða eignast Y stólana eftir Hans J. …
Andreu dreymir um eða eignast Y stólana eftir Hans J. Wegner sem fást í Epal.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert