Bragðgóð og einföld kókos-fiskisúpa

Þessi fiskisúpa lítur vel út.
Þessi fiskisúpa lítur vel út. Ljósmynd/Gerum daginn girnilegan

Hér er á ferðinni ómótstæðilega góð kókos-fiskisúpa sem er fáránlega auðvelt að útbúa. Alls ekki láta hráefnalistann hræða ykkur, þessi blanda gerir súpuna svo góða. Hún er bragðmikil og næringarrík og gott að njóta hennar í upphafi nýrrar vinnuviku. Uppskriftina er að finna á uppskriftasíðunni Gerum daginn girnilegan.

Kókos-fiskisúpa

  • 2 dósir Blue Dragon kókosmjólk
  • 1 dósir Hunts Roasted Garlic and Onion pastasósa
  • 2 tsk. Blue Dragon Minced Hot Chili chilimauk
  • 2 tsk. Blue Dragon Minced Garlic hvítlauksmauk
  • 1 tsk. Blue Dragon Minced Ginger engifermauk
  • 2 msk. Blue Dragon Fish Sauce fiskisósa
  • 3 msk. Oscar humarkraftur
  • 1 sítróna, safinn
  • 3 msk. Hunts Tomato paste tómatþykkni
  • 1 bolli vatn
  • 1 pk. Sælkerafiskur litlar tígrisrækjur eða að eigin vali
  • 1 pk. Sælkerafiskur skelflettur humar eða að eigin vali
  • 200 g lax
  • 3 stk. gulrætur, rifnar
  • 3 vorlaukar, niðurskornir
  • Rapunzel kókosflögur eftir smekk
  • Philadelphia original rjómaostur
  • Ferskt kóríander eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið pastasósu, kókosmjólk, tómatþykkni, humarkraft, chilimauk, hvítlauksmauk, engifermauk, sítrónu og fiskisósu saman í potti og látið sjóða í um það bil 5 mínútur.
  2. Bætið tígrisrækjum, humri og laxi út í og látið sjóða í 5 mínútur í viðbót.
  3. Berið fram með gulrótum, vorlauk, kókosflögum, rjómaosti og fersku kóríander.
  4. Upplagt að skreyta súpuna með meðlætinu á fallegan hátt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert