Ný baksturslína frá Elenoru og Freyju

Elenora Rós Georgesdóttir er einstök og bakstur á hug hennar …
Elenora Rós Georgesdóttir er einstök og bakstur á hug hennar allan. Þrátt fyrir að að vera einungis 22 ára gömul er enn annar draumur að rætast hjá Elenoru. Nú hefur hún þróað að baksturslínu í samstarfi með Freyju. Ljósmynd/Thelma Arngríms

Elenora Rós Georgesdóttir er algjörlega einstök og bakstur á hug hennar allan. Þrátt fyrir að að vera einungis 22 ára gömul er enn annar draumur að rætast hjá Elenoru, undanfarna mánuði hefur hún verið að þróa að baksturslínu í samstarfi með Freyju sem lítur nú dagsins ljós í matvöruverslunum landsins og verður í sölu í Krónunni, Hagkaup, Heimkaup.

Elenora þróaði uppskriftirnar

Elenora og Freyja kynna til leiks fyrst um sinn bökunarlínu sem saman stendur að ómótstæðilegu suðusúkkulaði, Djúpur lakkrískurli og Sterku Djúpur lakkrískurli og hefur Elenora þróað sérstaklega spennandi uppskriftir fyrir allar þessar vörunýjungar sem landsmenn geta reynt fyrir sér í komandi jólabakstursverktíð. „Svo lengi sem fólk er með góðar uppskriftir og góð hráefni geta allir bakað en það getur tekið tíma og þolinmæði. En er alltaf alveg þess virði,“ segir Elenora. 

Metnaður og einlægni

Hún Elenora var einungis 19 ára gömul þegar hún gaf út metsölubókin BAKAÐ, hún hefur ekki setið auðum höndum síðan heldur gaf hún út bókina Bakað meira með Elenoru á síðasta ári auk þess að flytja til London þar sem hún vinnur hjá einu þekktasta og virtasta bakarí þar í borg við að þróa bakkelsi og kræsingar fyrir Lundúna búa. Einstök einlægni og metnaður Elenoru heillar alla upp úr skónum, það er alveg aðdáunarvert hvernig hún tekst á við áskoranir með jákvæðni og kjark sem er líklega leynihráefnið að þeim árangri sem hún hefur uppskorið. 

Elenora Rós er ástríðufullur bakari og segir að innblásturinn hafi …
Elenora Rós er ástríðufullur bakari og segir að innblásturinn hafi hún fengið frá móður sinni. Ljósmynd/Thelma Arngríms

Bakstursást frá mömmu

Bakstursáhugi minn kemur frá mömmu, þegar ég var í grunnskóla var ég alltaf svo spennt að koma heim og sjá hvor að mamma hefði bakað eitthvað. Ég var alin upp með bakstursást, hún mamma bakar alltaf úr gömlu góðu Freyju baksturs dropunum. Því þótti mér ótrúlega vænt um þegar þetta tækifæri bankaði upp á og kom ekki annað til greina en að vinna baksturslínuna með Freyju,“ segir Elenora og er orðin afar spennt fyrir að sjá viðtökurnar við nýju baksturslínunni.

Elenora Rós heldur svo sannarlega áfram að blómstra í sínu …
Elenora Rós heldur svo sannarlega áfram að blómstra í sínu fagi. Ljósmynd/Thelma Arngríms
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert