Það styttist óðum í þakkargjörðardaginn sem sumir hér á landi taka hátíðlega. Bandaríski þakkargjörðardagurinn er ávallt haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert og er að þessu sinni 24. nóvember næstkomandi. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismunandi eftir fylkjum eins og fram kemur á Vísindavefnum.
Hin klassíska þakkargjörðarmáltíð er fylltur kalkún með öllu tilheyrandi og fyllingin er sú sem oft skiptir mestu máli og gefur tóninn. Hér erum við komin með eina skothelda uppskrift af fyllingu sem er aðeins í hollari kantinum en í stað þess að nota brauð er það Weetabix sem kemur fyllinguna. Hefur ykkur langar að prófa nýja fyllingu þá er lag að prófa þessa, hvort sem það er fyrir kalkúninn eða með öðru sem hugur ykkar girnist.
Þakkargjörðarfylling með Weetabix
Aðferð: