Þakkargjörðarfylling fyrir vandláta

Nýstárlega og skemmtileg útgáfa að þakkargjörðarfylingu fyrir þá sem vilja …
Nýstárlega og skemmtileg útgáfa að þakkargjörðarfylingu fyrir þá sem vilja hafa hana í hollari kantinum.

Það styttist óðum í þakkargjörðardaginn sem sumir hér á landi taka hátíðlega. Bandaríski þakkargjörðardagurinn er ávallt haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert og er að þessu sinni 24. nóvember næstkomandi. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismunandi eftir fylkjum eins og fram kemur á Vísindavefnum.

Fylling án brauðs

Hin klassíska þakkargjörðarmáltíð er fylltur kalkún með öllu tilheyrandi og fyllingin er sú sem oft skiptir mestu máli og gefur tóninn. Hér erum við komin með eina skothelda uppskrift af fyllingu sem er aðeins í hollari kantinum en í stað þess að nota brauð er það Weetabix sem kemur fyllinguna. Hefur ykkur langar að prófa nýja fyllingu þá er lag að prófa þessa, hvort sem það er fyrir kalkúninn eða með öðru sem hugur ykkar girnist.

Þakkargjörðarfylling með Weetabix

  • 1 stór laukur, saxaður
  • 2 sellerístangir, saxaðar
  • 2 rauð epli, söxuð
  • ½ bolli trönuber
  • 6 beikonsneiðar, saxaðar
  • 3 salami pylsur
  • ½ bolli furuhnetur
  • ½ bolli fersk söxuð salvíublöð
  • 1 tsk. þurrkaðar blandaðar kryddjurtir
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 2 stk. Weetabix
  • 1 eða 2 egg eftir stærð eggja og smekk
  • Möndluflögur eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 190°C.
  2. Steikið laukinn þar til hann er mjúkur og bætið svo beikoninu út í.
  3. Steikið í nokkrar mínútur og bætið síðan við sellerí, eplum, hnetum, pylsukjötinu, salvíu, kryddjurtum og kryddið til með salti og pipar.
  4. Steikið þar til það er að mestu eldað.
  5. Takið af hitanum og bætið Weetabixi og þeyttu eggi/eggjum út í og möndluflögum stráð yfir. Sett í eldfast mót og bakað í um það bil 45 mínútur.
  6. Berið fram með kalkún eða því sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert