Sólveigu langar í stækkanlegt hringborð

Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt dreymir um rétta húsið þar sem …
Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt dreymir um rétta húsið þar sem hún getur hannað eða aðlagað eldhúsið að sínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt elskar að elda, halda veislur og hreinlega bara vera í eldhúsinu. Eins og á mörgum heimilum slær hjartað í eldhúsinu á hennar heimili og þegar kemur að því að bera fram mat og drykki skiptir Sólveigu líka máli eða eiga fallega hluti sem fanga augað og gera kræsingarnar enn meira aðlaðandi.

Sér draumaborðið í hillingum

„Ég elda mikið og finnst fátt skemmtilegra en að taka á móti gestum í mat,“ segir Sólveig Andrea og bætir við að þá skipti máli að vera með góða aðstöðu til að taka á móti gestum. „Í mínum draumaheimi væri ég með hringborð, sem væri stækkanlegt. Sé draumaborðið í hillingum sem fæst í lífsstílsversluninni MÓDERN  sem ber heitið Sydney. Hægt að fá borðið með mismunandi fótum, efnivið og lit. Ég væri með þetta borð hjá mér ef það kæmist fyrir í húsinu hjá mér. Næsta hús verður klárlega valið með þetta í huga, segir Sólveig og hlær.

„Það er nefnilega skemmtilegast að sitja við hringborð þegar margir koma saman, þá allir ná miklu betur að tala saman og eiga skemmtilegt kvöld. En það kemst því miður ekki alltaf fyrir og rýmin eru oft ekki nógu oft fyrir slík borð  og oft passar betur að hafa ferkantað borð.“ 

Sólveigu dreymir um að eignast hringborðið Sydney sem er stækkanlegt.
Sólveigu dreymir um að eignast hringborðið Sydney sem er stækkanlegt.

Sólveig segir að eldhúsið sé aðalsamverustaðurinn á heimilinu. „Eldhúsið hjá mér er mikið hjarta á heimilinu, þar koma allir saman og ræða daginn og elda saman. Við hittumst öll fjölskyldan saman hjá mér á sunnudögum, börn , barnabörn og mamma. Þá er oft mikið hlegið og borðað saman. Þess vegna eins og ég nefndi áðan finnst mér nauðsynlegt að vera með stækkanlegt borð. Þar sem við erum 90% tilvika aðeins fjögur í mat og ég vil ekki láta borðstofuborðið fylla í allt rýmið. Samt vil ég hafa þann möguleika að vera oft tíu saman að borða.“

Ómissandi að eiga kaffikönnu

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í eldhúsinu?

„Kaffikannan, ég elska gott kaffi. Einnig fæ ég mér alla daga þeyting þannig að Nutrobulletin minn þarf ég einnig að hafa í eldhúsinu.“

Áttu þér uppáhaldsglasalínu?

„Á mér ekki uppáhaldsglasalínu en gifti mig fyrir rúmlega ári síðan og fékk þá stell í brúðargjöf. Sem móður minni fannst ég þurfa að safna, meina hver á ekki „stell“. Fyrir þann tíma átti ég ekkert sparistell. Ég notaði sama stell og er í eldhúsi sem ég er alltaf að skipta út.

Og geri það fínna með dúk, diskamottum, glösum, kertum og fallegum servíettum. En í dag á ég gullfallegt matarstell sem ég elska og nota allt of lítið frá Royal Copenhagen.

Draumur að hafa tækjaskáp

Hvað finnst þér vera heitasta vetrartrendið í eldhúsið núna?

„Að hafa allt á sínum stað í eldhúsinu og tæki ekki sýnileg á borði. Flestir vilja tækjaskáp sem er draumur, það er svo gott að geta lokað allt inni í skáp. Svo er ég að vinna með kaffihorn sem mér finnst mjög smart og mikilvægt fyrir kaffifólk.“

Hvaða litur er heitastur í vetur?

„Mildir litir eru heitastir, beige og brúntóna, svokallaðir haust litir.“ 

Uppáhaldsmatarstellið þitt?

„Matarstellið mitt Royal Copenhagen.“ 

Uppáhaldsmatarstellið hennar Andreu er frá Royal Copenhagen og byrjaði hún …
Uppáhaldsmatarstellið hennar Andreu er frá Royal Copenhagen og byrjaði hún fyrst að safna stelli eftir að hún gifti sig fyrir rúmu ári síðan.

Uppáhaldshnífasettið?

„Á ekkert uppáhaldshnífasett.“

Hvort ertu fyrir plast- eða viðarbretti?

„Alltaf viðarbretti.“

Ertu með kaffivél í eldhúsinu?

„Já, án hennar get ég ekki verið.“

Bollinn frá Royal Copenhagen uppáhalds

Áttu þér þinn uppáhaldskaffibolla?

„Bollinn frá Royal Copenhagen úr matarstellinu mínu er svo fallegur. Einnig á ég fallega bolla í eldhúsinu frá Magnoliu sem er handgerðir og nota ég þá dags daglega.“

Uppáhaldskaffibollinn er úr stellinu hennar Royal Copenhagen.
Uppáhaldskaffibollinn er úr stellinu hennar Royal Copenhagen.

Breytir þú eldhúsinu eftir árstíðum, hvað varðar liti og annað slíkt?

Nei, það geri ég ekki. Það er ekki hægt í því eldhúsi sem ég er með í dag.“

Uppáhaldsstaðurinn í eldhúsinu?

„Eyjan, þar sem barstólarnir eru.“

Áttu þér draumaeldavél? Viltu gas eða spam?

„Þegar ég bjó á Ítalíu var gaseldavél í íbúðinni minni, ég elskaði að elda á gasi. Ég hef einu sinni verið með gaseldavél og langar alltaf í aftur í gasið. En þoli ekki að koma fyrir gaskút og þurfa að þrífa hana.“ 

Ertu með kerti í eldhúsinu?

„Alltaf með kerti,  á öllum stöðum í húsinu.“

Að leggja fallega á borð er aðalmálið

Finnst þér skipta málið að leggja fallega á borð?

„Að leggja fallega á borð er aðalmálið,  ávallt er vert vera huggulegt borð, borða á fallegum diskum, drekka úr fallegum glösum og vera með kerti og „lekkerheit“. Maturinn á mánudögum verður alltaf betri ef hugað er að framsetningunni og lekkertheitunum.“

Hvað dreymir þig um að eignast í eldhúsið?

„Mig dreymir um að finna mér rétta húsið. Þar sem ég get hannað eða aðlagað eldhúsið eftir minni ósk, alveg eins og ég vil hafa það.“

mbl.is
Fleira áhugavert