Stella Birgisdóttir fagurkeri með meiru heillast af stílhreinum og látlausum stíl, þar sem hver og einn hlutur fær að njóta sín. Stella er innanhússhönnuður og annar eigandi Béton Studio ásamt Hildi Árnadóttur arkitekt og eru það ófá verkefnin sem þær hafa tekið sér fyrir hendur. Stella hefur ástríðu fyrir starfi sínu og það má með sanni segja að heimili hennar lýsi persónuleika hennar vel.
Eldhús er uppáhaldsstaðurinn hennar á heimilinu og eins og hjá mörgum segir Stella hjarta heimilisins slái í eldhúsinu.
„Mér finnst stærri og vandaðri hlutir búa til sál fyrir eldhúsið. Notagildi og fagurfræði þurfa að fara saman til þess að hluturinn þjóni sínu hlutverki best. Hluturinn þjónar sínu hlutverki ef þú getur notið þess að horfa á hann og notað hann,“ segir Stella.
Hvað finnst þér ómissandi að eiga í eldhúsinu?
„Finnst ómissandi að eiga góða kaffivél og uppþvottavél, ætti erfitt með að missa hana eins og eflaust flestir í nútíma samfélagi væru sammála um.“
Áttu þér uppáhaldsglasalínu?
„Glösin frá Tine K Home sem fást í Magnolia eru í miklu uppáhaldi og öll hennar hönnun hefur alltaf höfðað til mín.“
Hvað finnst þér vera heitasta vetrartrendið í eldhúsið núna?
„Það sem hefur einna helst verið áberandi eru sýnilegar hillur, þar sem hlutirnir fá að vera sýnilegir og meðfærilegir.“
Hvaða litur er heitastur í vetur?
„Ólífugrænn hefur verið áberandi í haust.“
Uppáhaldsmatarstellið þitt?
„Matarstellið frá Tine K. Home er í miklu uppáhaldi og ekki skemmir fyrir hvað það er tímalaust.“
Uppáhaldshnífasettið?
„Hlutlaus hér.
Hvort heillar þig, plast- eða viðarbretti?
„Viðarbretti eru fallegri að horfa á svo ég verð að velja þau fram yfir plastbrettin, þó þau þjóni alltaf sínum tilgangi.“
Ertu með kaffivél í eldhúsinu?
„Er með Rocket kaffivélina.“
Áttu þér þinn uppáhaldskaffibolla?
„Á litla svarta espressó bolla sem eru í uppáhaldi þessa stundina.“
Áttu þér uppáhaldsstaðurinn í eldhúsinu?
„Eyjan er uppáhaldsstaðurinn í eldhúsinu og mest notuð og svo finnst dóttur minni einstaklega gaman að föndra þar og hjálpa til við matargerð og bakstur.“
Draumaeldavélin AGA í svörtum lit
Áttu þér draumaeldavél? Viltu gas eða spam?
„Ef ég ætti bústað væri draumaeldavélin AGA í svörtum lit en hún er í raun eins og falleg mubla.“
Ertu með kerti í eldhúsinu?
„Hef heldur kerti á borðstofuborðinu en í skammdeginu er gott að hafa kerti um allt hús.“
Finnst þér skipta málið að leggja fallega á borð?
„Legg mikið upp úr því að leggja fallega á borð og þá nýtur maður matarins betur.“
Hvað dreymir þig um að eignast í eldhúsið?
„Draumurinn væri að eignast fallegt mortél.“