Húsó-flatbrauðið sem allir elska og dá

Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum deilir með lesendum uppskriftunum …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum deilir með lesendum uppskriftunum að hinu dýrðlega flatbrauði og rúgbrauði sem eru þjóðlegir réttir að bestu gerð. Samsett mynd

Fast­ur liður á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru Húsó-upp­skrift­irn­ar sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu. Þjóðlegir réttir eru ávallt vinsælir og þegar líður að aðventunni þá leitar hugurinn oft í hið þjóðlega og þessu sinni býður Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari upp á flatbrauð sem líka ber líka heitið flatkaka. Þetta flatbrauð elska og dá allir sælkerar og þá nægir að vera með smjör ofan. Í aðventunni er vinsælt að bjóða upp á síld, reyktan lax, graflax og hangikjöt og þá passar vel að vera með heimabakaðar flatkökur og jafnvel rúgbrauð til framreiða ljúfmetið ofan á. Þjóðlegt og gott.

Hér fyrir ofan fylgir því líka uppskriftin að rúgbrauðinu aftur sem er fullkomið til að bjóða upp á með aðventukræsingunum eins og síldinni sem er í miklu uppáhaldi á mörgum íslenskum heimilum.

Íslenska flatbrauðið og rúgbrauðið njóta ávallt vinsælda og passa vel …
Íslenska flatbrauðið og rúgbrauðið njóta ávallt vinsælda og passa vel með síldinni, reykta laxinum og hangikjötinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flatbrauð

  • 400 g rúgmjöl
  • 200 g hveiti
  • 100 g haframjöl
  • 200 g heilhveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • 1 tsk. sykur
  • 1 tsk. salt
  • 10-12 dl soðið vatn

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál.
  2. Hellið sjóðandi vatni yfir og blandið vel saman. Látið kólna lítið eitt og hnoðið deigið með hveiti. Gætið þess að hnoða deigið ekki of mikið svo það verði ekki stíft og seigt.
  3. Fletjið deigið út í þunnar kökur – með því að leggja disk á deigið og skera með brún disksins, eða með hringlaga piparkökuformi og búið til litlar flatkökur.
  4. Pikkið flatkökurnar með gaffli.  
  5. Steikið á vel heitri eldavélarhellu eða gasgrilli.
  6. Snúið oft.
  7. Berið síðan fram með því sem hugurinn girnist og gaman er að leika sem með þjóðlega rétti ofan á flatbrauðinu góða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert