Fastur liður á matarvefnum á laugardagsmorgnum eru Húsó-uppskriftirnar sem koma úr hinu fræga eldhúsi í Hússtjórnarskólanum við Sólvallagötu. Þjóðlegir réttir eru ávallt vinsælir og þegar líður að aðventunni þá leitar hugurinn oft í hið þjóðlega og þessu sinni býður Marta María Arnarsdóttir skólameistari upp á flatbrauð sem líka ber líka heitið flatkaka. Þetta flatbrauð elska og dá allir sælkerar og þá nægir að vera með smjör ofan. Í aðventunni er vinsælt að bjóða upp á síld, reyktan lax, graflax og hangikjöt og þá passar vel að vera með heimabakaðar flatkökur og jafnvel rúgbrauð til framreiða ljúfmetið ofan á. Þjóðlegt og gott.
Hér fyrir ofan fylgir því líka uppskriftin að rúgbrauðinu aftur sem er fullkomið til að bjóða upp á með aðventukræsingunum eins og síldinni sem er í miklu uppáhaldi á mörgum íslenskum heimilum.
Flatbrauð
Aðferð: