Á dögunum kynntu Elenora Rós Georgsdóttir og Freyja til leiks nýja bökunarlínu sem saman stendur að ómótstæðilegu suðusúkkulaði, Djúpur lakkrískurli og Sterku Djúpur lakkrískurli og hefur Elenora þróað sérstaklega spennandi uppskriftir fyrir allar þessar vörunýjungar.
Elenora er óstöðvandi og bakaði á dögunum gómsæta og fallega lakkrístoppa og er með leynihráefni í uppskriftinni sem lætur deigið haldast betur saman þannig að topparnir falla ekki saman ef uppskriftinni er fylgt eftir í einu og öllu.
„Galdurinn er að þeyta eggjahvíturnar vel, vera með hreina skál og bæta sykrinum rólega og varlega saman við er lykilinn að góðum grunni en það sem gulltryggir að topparnir falli ekki saman er kartöflumjölið. En það er það sem heldur deiginu betur saman. Ég mæli með að baka lakkrístoppa á blæstri og blanda súkkulaðinu og kurlinu mjög varlega saman við með sleif.“
Lakkrístopparnir Elenoru eru gullfallegir, skjannahvítir og ljúffengir að sögn þeirra sem hafa fengið að njóta þess að smakka.
Lakkrístopparnir hennar Elenoru
Aðferð: